Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nú lokið úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda fyrir árin 2013 og 2014. Fimm rekstraraðilar fengu úthlutað. Úthlutun fyrir árið 2013 var 1.462.844 losunarheimildir að verðmæti rúmlega 1.488 milljónum króna og fyrir árið 2014 var hún 1.437.438 losunarheimildir að verðmæti rúmlega 1.462 milljónum króna. Verð á einni losunarheimild var 6,58 evrur við lokun markaðar 25. febrúar 2014 skv. Point Carbon.

Losunarheimildunum er ætlað að standa straum af losun gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi rekstraraðila og starfsemi hans.

Rekstraraðili Úthlutun
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Alcan á Íslandi hf. 278.456 273.620 268.727 263.782 258.784 253.738 248.629 243.501
Alcoa Fjarðarál sf. 501.832 493.116 484.297 475.386 466.379 457.285 448.077 438.837
Norðurál Grundartanga ehf.
 396.164  389.284  382.322  375.287  368.177  360.997  353.728  346.434
Elkem Iceland 281.834 276.939 271.986 266.981 261.923 256.816 251.645 246.456
Fiskimjölsverksmiðja
Loðnuvinnslunnar hf., Fáskrúðsfirði
4.558 4.479 4.399 4.318 4.236 4.153 4.070 3.986
Losunarheimildir eru í tonnum af koldíoxíð (CO2

Umhverfisstofnun mun úthluta losunarheimildum til viðkomandi rekstraraðila fyrir 28. febrúar á hverju því ári sem úthlutunin tekur til. Fyrir 30. apríl 2014 ber öllum rekstraraðilum er falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB að gera upp losunarheimildir er samsvara raunlosun ársins 2013. Heimildirnar gilda til ársins 2020 þó hverja heimild sé einungis hægt að nýta til uppgjörs raunlosunar einu sinni. Rekstraraðilum sem og öðrum er heimilt að eiga viðskipti með losunarheimildir. 

Samkvæmt lögum nr. 70/2012, um loftslagsmál, úthlutar Umhverfisstofnun endurgjaldslausum losunarheimildum til rekstraraðila er falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (EU Emissions Trading System ). Úthlutunin nær til viðskiptatímabilsins 2013-2020 og byggir á sögulegri starfssemi og árangursviðmiði sem umhverfisráðherra setti með reglugerð nr.73/2013, með síðari breytingum.

Frekari upplýsingar og ítarefni um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.