Stök frétt

Höfundur myndar: Ingvar Einarsson

Umhverfisstofnun í samráði við landgeigendur hefur ákveðið að takmarka umferð um Skútustaðagíga með tilvísun í 16. gr reglugerðar nr. 665/2012 um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Lokunin á að koma í veg fyrir gróðurskemmdir og tryggja öryggi ferðamanna.

Óheimilt er að ganga gönguleiðina hringinn í kringum Stakhólstjörn. 

Umhverfisstofnun vill benda á eftirfarandi varðandi gönguleiðina í kringum Stakhólstjörn: 

  • Gönguleiðin er undir ís og snjó á köflum 
  • Gönguleiðin er á kafi í vatni á köflum 
  • Þar sem göngueiðin er ekki undir ís eða snjó eða á kafi í vatni er hún leðjusvað 
  • Hætta er á gróðurskemmdum ef fólk gengur utan gönguleðarinnar

Einnig vill stofnunin benda á eftirfarandi: 

Þó búið sé að loka leiðinni hringinn í kringum Stakhólstjörn er hægt að fara stuttann hring (1,5 km) um svæðið þrátt fyrir að sá hringur sé að hluta til undir snjó. 

Gott aðgengi er að Hræðuhver (gígurinn við hliðina á Hótel Gíg). 

Umhverfisstofnun mun fylgjast náið með framgangi svæðisins. Tilkynnt verður þegar stígurinn eru orðinn aðgengilegur og banninu aflétt. Gera má ráð fyrir að bannið vari í 1-2 vikur. 

Bannið tók gildi þann 8. apríl. Búið er að setja upp skilti við gönguleiðina kringum Stakhólstjörn sem lokar leiðinni.

Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Kristjánsdóttir eða í síma 591-2000