Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Dýrfisk hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, við Snæfjallaströnd. 

Tillagan að starfsleyfi lá frammi á skrifstofu Ísafjarðarbæjar á tímabilinu 9. október til 4. desember 2014. Á auglýsingatíma bárust fimm athugasemdir við tillöguna en einnig voru athugasemdir skoðaðar sem bárust vegna auglýsingar á starfsleyfistillögu fyrir Ís 47 ehf. sem auglýst var á svipuðum tíma. 

Athugasemdir sneru meðal annars að þéttleika í kvíum, ráðgerðum breytingum á regluverki fyrir fiskeldi, auk nokkurra atriða sem falla fremur undir útgáfu rekstrarleyfis. Rétt er árétta að fiskeldisstarfsemi er bæði háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfi frá Matvælastofnun. 

Orkustofnun benti hins vegar á að í gildi væri leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. Sameiginleg niðurstaða Umhverfisstofnunar og Dýrfisks var því að færa einn punkt af fjórum sem afmarka eldissvæðið tæpa 200 metra lengra frá landi. 

Nánari upplýsingar koma kemur fram í greinargerð sem unnin var um meðferð athugasemda.

Tengd gögn

Athugasemdir