Stök frétt

Umhverfisstofnun heldur kynningarfund um markaðssetningu sótthreinsivara þann 21. apríl n.k. Sótthreinsivörur eru sæfivörur og á fundinum verður fjallað um kröfur reglugerðar nr. 878/2014 um sæfivörur. Samkvæmt reglugerðinni þurfa allar sæfivörur markaðsleyfi þegar búið er að áhættumeta virku efnin í þeim. Efnastofnun Evrópu leggur nú áherslu á að klára áhættumat virkra efna í sótthreinsivörum og því styttist í að þær þurfi markaðsleyfi. 

Á fundinum verðum einnig fjallað um þá kröfu að frá og með 1. september 2015 eru sæfivörur eingöngu leyfilegar á markaði ef að birgjar virku efnanna eru skráðir á lista yfir samþykkta birgja virkra efna, svokallaðan 95 lista. 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Umhverfisstofnunar, 5. hæð, að Suðurlandsbraut 24 þann 21. apríl kl. 9 – 11. Boðið verður upp á að taka þátt í fundinum í gegnum síma/fjarfund. 

Dagskrá: 

  • Markaðssetning efnavara og ábyrgð iðnaðarins– Bergþóra Skúladóttir, teymisstjóri 
  • Reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur – Elín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur 
  • Framkvæmd eftirlits með efnum og efnablöndum – Gunnþóra Elín Erlingsdóttir, lögfræðingur 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á ust@ust.is fyrir lok dags 16. apríl og látið koma fram hvort viðkomandi hyggist sitja fundinn sjálfan eða taka þátt í gegnum síma/fjarfund. 

 Nánari upplýsingar veitir Elín Ásgeirsdóttir