Stök frétt

Grænu skrefin eru á feikna góðu skriði núna í sumar en á á dögunum voru Landmælingum Íslands veittar viðurkenningar fyrir að innleiða skref 2 og 3 í einu. Landmælingar Íslands voru einmitt meðal fyrstu þriggja stofnana sem fengu viðurkenningu fyrir fyrsta Græna skrefið í nóvember s.l. og önnur stofnunin sem fær viðurkenningu fyrir 3 skrefið. Verkefnið hefur gengið mjög vel og starfsmenn jákvæðir gagnvart breytingar sem gerðar hafa verið. Stofnunin er langt frá því að vera hætt og ætlar að byrja strax í haust á innleiðingu skrefa 4 og 5.

Eydís Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar tók við viðurkenningunni frá Hólmfríði Þorsteinsdóttur, starfsmanni Umhverfisstofnunar.

mynd

 

ÁTVR (höfuðstöðvar á Stuðlahálsi 2 og dreifingarmiðstöðin) er önnur ríkisstofnunin til að stíga öll fimm Grænu skrefin. Stofnunin hefur unnið markvisst að umhverfismálum í nokkur ár og meðal stærri verkefna þeirra eru að vinna með GRI sjálfbærnivísa, hvetja viðskiptavini til að minnka notkun og kaup á plastpokum og kolefnisjafna útblástur vegna aksturs og flugferða. Vinna ÁTVR við að breyta hugarfari fólks, t.d. varðandi plastpokanotkun er að hafa áhrif en hlutfall viðskiptavina sem kaupir plastpoka hjá þeim fer lækkandi milli ára. Vinna þeirra sýnir að við getum haft jákvæð áhrif. Vinna við að innleiða Grænu skrefin hjá öllum 49 Vínbúðunum er þegar hafin þannig að ÁTVR er hvergi nærri hætt.

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR tóku við viðurkenningunni frá Hólmfríði Þorsteinsdóttur, starfsmanni Umhverfisstofnunar.

mynd