Stök frétt

Höfundur myndar: Gísli Jónsson

Umhverfisstofnun hefur lagt dagsektir á Ísfélag Vestmannaeyja hf. vegna óheimillar brennslu úrgangsolíu í tveimur starfsstöðvum fyrirtækisins, á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum. Upphæð dagsektanna er 25.000 kr. á dag á hvorum stað frá og með 17. ágúst 2015.

Umhverfisstofnun áminnti rekstraraðila fyrir brennslu úrgangsolíu á Þórshöfn í janúar 2014. Áminnt var vegna brennslu úrgangsolíu í Vestmannaeyjum í desember 2014. Rekstraraðili hefur kært ákvarðanir um áminningarnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hefur úrskurðað að kæra fresti ekki réttaráhrifum áminningar, sbr. úrskurð nr. 4/2015 frá 25. febrúar sl. en beðið er efnislegs úrskurðar í málinu.

Umhverfisstofnun gerir kröfu um að rekstraraðili hætti brennslu úrgangsolíu en rekstraraðili hefur ekki orðið við því. Rekstraraðili andmælti áformum Umhverfisstofnunar um dagsektir með bréfi dags. 5. júní sl.


Tengt efni