Stök frétt

18. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga var haldinn þann 12. nóvember sl. Þema fundarins að þessu sinni var Móttaka ferðamanna og náttúruvernd. Reykjavíkurborg var gestgjafi að þessu sinni og var fundurinn haldinn í Gerðubergi í Reykjavík.

Í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 er kveðið á um hlutverk náttúruverndarnefnda og í 11. gr. laganna segir að Umhverfisstofnun og fulltrúar náttúruverndarnefnda skuli halda a.m.k. einn sameiginlegan fund á ári. Í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd sem tóku gildi þann 15. nóvember sl. er einnig kveðið á um sameiginlegan fund Umhverfisstofnunar, fulltrúa náttúruverndanefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa.

Náttúruverndarnefndir gegna mikilvægu hlutverki og skulu vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál og jafnframt stuðla að náttúruvernd á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líklegt er að hafi áhrif á náttúruna, og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfissstofnunar.