Stök frétt

Ársskýrsla Umhverfisstofnunar er komin út og er hægt að nálgast hana og eldri ársskýrslu hér á heimasíðunni.

Í pistli Kristínar Lindu Árnadóttur forstjóra kemur fram að „pappírsnotkun stofnana sem skiluðu Grænu bókhaldi fyrir árið 2014 minnkaði um 29%. Ef allar stofnanir myndu minnka pappírsnotkun eins mikið og þær sem skila Grænu bókhaldi, sparast 70,6 milljónir króna í ríkisrekstrinum. Rafmagnsnotkun hefur lækkað um 13% milli ára eða um 57 milljónir milli ára. Hér er því um raunverulegan umhverfis- og rekstrarlegan ávinning að ræða,“ segir forstjóri Umhverfisstofnunar.  

Kristín Linda bendir jafnframt á að Landmælingar Íslands hafi „minnkað pappírsnotkun úr 50.000 blöðum í 25.000 blöð á ári. Háskóli Íslands hefur sparað 2,6 milljónir í prentkostnað milli áranna 2013-2014 eða um rúm 2 kg á hvern nemanda og starfsmann í skólanum.“

Ársskýrslan byggir á 8 markmiðum Umhverfisstofnunar sem eru Hreint haf og vatn, Hreint loft, Verndun náttúru, Samþætting og eftirfylgni, Heilnæmt umhverfi, Grænt samfélag, sjálfbær nýting auðlinda og Leiðandi stofnun. Þá er sem fyrr segir þar að finna pistil forstjóra auk fjármálastjóra, mannauðsstjóra og gæðastjóra.

Ritstjóri ársskýslu Umhverfisstofnunar 2015 var Guðfinnur Sigurvinsson og uppsetningu annaðist Völundur Jónsson.