Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal til reksturs á fiskeldi á Hólum í Hjaltadal en eldra starfsleyfi var útrunnið. Veitt hefur verið leyfi til framleiðslu á allt að 14 tonnum af bleikjuhrognum, bleikjuseiðum og bleikju til manneldis. Ekki er gert ráð fyrir sláturhúsi við stöðina en heimilt er að blóðga allt að fjögur tonn af bleikju árlega sem verða svo flutt annað til vinnslu.

Starfsleyfistillagan var auglýst á tímabilinu 19. maí til 14. júlí 2016. Tvær umsagnir bárust um tillöguna, annars vegar frá Skipulagsstofnun og hins vegar frá Veiðimálastofnun. Skipulagsstofnun gerði enga athugasemd en í umsögn Veiðimálastofnunar kom fram að stofnunin legði áherslu á að búnaður sem tryggir að fiskar sleppi ekki úr stöðinni sé virkur. Tekið tillit var til þessarar ábendingar og var starfsleyfið uppfært. Með fréttinni fylgir greinargerð sem lýsir nánar hverju hefur verið breytt frá auglýstri tillögu.

Starfsleyfið öðlaðist gildi 10. ágúst síðast liðinn og gildir til 10. ágúst 2032.

Tengd skjöl