Stök frétt

„Ef þú vilt fara hratt, ferðu einn, ef þú vilt ná árangri, förum við saman.“

Þriðjudaginn 25. október 2016 frá klukkan 15 - 17 stendur Umhverfisstofnun fyrir málþingi um mikilvægi samvinnu í málefnum náttúruverndar.  Málþingið er haldið í minningu Önnu Kristínar Ólafsdóttur, stjórnsýslufræðings, sem hefði orðið fimmtug á árinu. Yfirskrift málþingsins er „Ef þú vilt fara hratt, ferðu einn, ef þú vilt ná árangri, förum við saman“ en Anna Kristín lagði ríka áherslu á markvisst samstarf við verndun svæða.  Málþingið fer fram í salnum Gullteigi B á Grand Hóteli.

Dagskrá:

  • 15:05 – 15:15  Samtal og samvinna í héraði, störf Önnu Kristínar. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar.
  • 15:20 – 15:35  Umhverfissamskipti. Brita Berglund umhverfissamskiptafræðingur.
  • 15:40 – 15:50  Samvinna um friðlýsingu „í feltinu“. Hákon Ásgeirsson sérfræðingur.
  • 15:55 – 16:05  Tækifæri í nýjum náttúruverndarlögum. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri.
  • 16:10 – 16:25  Lýðræði og náttúruvernd. Ólafur Páll Jónsson lektor.
  • 16:30 – 16:40   Samvinna um stofnun og í starfi Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður Ólafsson framkvæmdastjóri.
  • 16:40-17:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, ávarp og samantekt.
  • 17:00  Fundarslit og kaffiveitingar.

Fundarstjóri verður Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri.