Stök frétt

Vegna umræðu í fjölmiðlum um heilsuspillandi mengun frá Kísilverksmiðju Sameinaðs Sílikon (United Silikon) í Helguvík þá vill Umhverfisstofnun upplýsa að hún fylgist vel með rekstri verksmiðjunnar. Í vikunni hefur verið farið í tvær eftirlitsferðir og er unnið að eftirlitsskýrslu vegna þeirra sem mun birtast á vef stofnunarinnar á næstunni.

Fjölmargar ábendingar hafa einnig borist stofnunni, bæði sem lúta að sjáanlegri mengun og einnig lykt og óþægindum. Ábendingarnar um lykt voru flestar í kringum síðustu helgi en hefur nú fækkað. Starfsmenn Umhverfisstofnunar sem fóru í báðar eftirlitsferðirnar mátu að ástandið hefði skánað því augljós viðarbrunalykt var ekki eins mikil í seinni eftirlitsferðinni. Líklegt er að það tengist því að í seinni ferðinni var hiti ofnsins orðinn mun hærri en hár hiti eyðir þessum lyktarsterku efnum að mestu. Gert er ráð fyrir að viðarbrunalyktin finnist ekki þegar ofninn er kominn á fullan vinnsluhita.

Við viðarbruna myndast ýmis efni sem geta valdið umræddri lykt og geta þessi efni í litlum styrk valdið ertingu í öndunarvegi og augum. Meðan ofninn er í uppkeyrslufasa þá myndast fleiri mengunarefni heldur en þegar ofninn er kominn í fullan vinnsluhita.

Umhverfisstofnun hefur fundað með Sóttvarnarlækni vegna þessa og einnig vegna ábendinga um hugsanleg heilsufarsleg áhrif vegna áhrifa frá útblæstri verksmiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnalækni er ekki að merkja aukningar á veikindum á svæðinu sem rekja má til mengunar frá verksmiðjunni. Áfram verður þó fylgst vel með bæði af hálfu Sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar þó það sé sameiginlegt mat fundarins að ekki sé þörf á að grípa til aðgerða að svo stöddu.

Þau mengunarefni sem fylgst er með á loftgæðamælistöðvum orkurannsókna Keilis eru Brennisteinstvíoxíð (SO2), köfnunarefnistvíoxíð (NO2), köfnunarefnisoxíð (NO), samtala köfnunarefnisoxíða (NOx), ryk í kornastærð 10 míkron og minni (PM10), ryk í kornastærð 2,5 míkron og minni (PM 2,5) og ryk í kornarstærð 1 míkron og minni (PM1). Um er að ræða mengunarefni sem eru talin geta haft áhrif á heilsu manna í ákveðnu magni sbr. meðfylgjandi töflu um viðmiðunarmörk vegna heilsuverndar manna.

Umhverfisstofnun hefur tekið saman hæstu 10 mín gildi, hæstu klukkustundar gildi og hæstu sólarhringsgildi fyrir ofangreind efni á tímabilinu 11. nóv til 24. nóv og má sjá þau í meðfylgjandi töflum, öll mæligildi eru í µg/m3. 

Helguvík

Max 10mín

Tímasetning

Max 60mín

Tímasetning

Max 24 klst

Tímasetning

PM10

25,26

18. nóv 8.50

14,75

18. nóv 8:00

4,81

14. nóv

PM2.5

20,27

20. nóv 10.40

7,53

13. nóv 7:00

3,93

14. nóv

PM1

18,64

20. nóv 10.40

5,15

13.nóv 7:00

2,75

13. nóv

NO

179,37

21. nóv 11.20

64,82

21. nóv 11.00

8,45

21. nóv

NO2

73,88

21. nóv 11.20

43,97

21. nóv 21:00

16,02

21.nóv

NOx

253,26

21. nóv 11.20

102,18

21. nóv 11.00

24,77

21. nóv

SO2

5,905

14. nóv 14.30

3,45

14. nóv 14:30

2,54

12. nóv

 

Leiran

Max 10mín

Tímasetning

Max 60mín

Tímasetning

Max 24 klst

Tímasetning

PM10

7,88

12. nóv 17.00

6.69

13. nóv 7:20

3,21

13. nóv

PM2.5

7,21

13. nóv 7:20

6,53

13. nóv 7:00

3,14

13. nóv

NO

10,71

23. nóv 8:50

5,27

21. nóv 22:00

2,09

23. nóv

NO2

34,60

21. nóv 22:30

28,83

21. nóv 21:00

5,52

22. nóv

NOx

41,66

23. nóv 07:20

31,74

21. nóv 21:00

9,4

23. nóv

SO2

0,903

21. nóv 15:00

0,36

24. nóv 21:00

0,16

24. nóv

 

Mánagrund

Max 10mín

Tímasetning

Max 60mín

Tímasetning

Max 24 klst

Tímasetning

SO2

1,06

14.n óv 15:50

0,61

24. nóv 18:00

0,319

24. nóv

 

Meðaltími

Viðmiðunarmörk vegna heilsuverndar manna

Brennisteinsdíoxíð

 

Ein klukkustund

350 µg/m³

Einn sólarhringur

125 µg/m³

Köfnunarefnisdíoxíð

 

Ein klukkustund

200 µg/m³

Einn sólarhringur

75 µg/m³

Almanaksár

40 µg/m³

PM10

 

Einn sólarhringur

50 µg/m³

Almanaksár

40 µg/m³

PM2.5

 

Almanaksár

20 µg/m³