Stök frétt

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Umhverfisstofnun í gær. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, tók á móti ráðherranum ásamt starfsfólki. Ýmis brýn umhverfismál bar á góma, loftslagsmál, forvarnir, eftirlit og aðgerðir gagnvart friðlýstum svæðum svo fátt eitt sé nefnt.

Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum, verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Margs konar samstarf er milli umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar til að þessum markmiðum verði náð og lýstu Kristín Linda og Björt gagnkvæmri ánægju með heimsóknina.