Stök frétt

Umhverfisstofnun vill minna á vefsvæðið honnuhus.is en þar geta nemendur í 2.-6. bekk grunnskóla lært um hættuleg efni á heimilum.

Koma má í veg fyrir augnskaða eða eitranir með aðgát og upplýsingum. Dæmi um varasöm efni eru stíflueyðir, grillvökvi og hreinsiefni.

Það er að öllu leyti á ábyrgð foreldra að geyma efni og meðhöndla efnavörur á heimilum á öruggan hátt.

http://honnuhus.is/