Stök frétt

Losun í Evrópu upp um hálft prósent

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í Evrópu jókst um 0,5% árið 2015 samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Evrópu sem birtar voru í dag. Auknar samgöngur eiga mestan þátt í aukningunni og éta upp þann árangur sem orðið hefur í vistvænum samgöngumáta. Sjá hér.

Þess er beðið með nokkurri spennu hvað Don­ald Trump, for­seti Bandaríkj­anna, muni tilkynna síðar í dag. Hvort hann dragi Banda­rík­in út úr fyrra sam­komu­lag­i sem áður hafði verið undirritað.

Forsætisráðherra Kína hefur staðfest að Kína muni standa við Parísarsamninginn, enda sé hagur Kína að ráða niðurlögum loftslagsbreytinga.

https://www.eea.europa.eu/highlights/eu-greenhouse-gas-emissions-from-transport-increased