Stök frétt

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings í Hörpu í Reykjavík föstudaginn 20. október 2017.

Umhverfisþing er haldið skv. ákvæðum náttúruverndarlaga. Ráðherra skal boða til umhverfisþings að loknum hverjum alþingiskosningum og síðan tveimur árum síðar. Að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins.

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar verður meðal þeirra sem flytja erindi. Heiðursgestur þingsins verður Monica Araya frá Costa Rica. Hún er doktor í umhverfisfræði, frumkvöðull í heimalandi sínu í sjálfbærni, þróun hreinnar tækni og vistvænna orkugjafa. Erindi Monicu Araya mun fjalla um möguleika lítilla ríkja á að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.

Þingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir, en alþingismönnum, fulltrúum stofnana ríkis og sveitarfélaga og fulltrúum atvinnulífs og frjálsra félagasamtaka sem hafa umhverfisvernd og sjálfbæra þróun á stefnuskrá sinni er lögum samkvæmt sérstaklega boðið til þingsins.

Drög að dagskrá eru hér.