Stök frétt

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vekur athygli á því að almenningur á Íslandi getur allt fram til 21. febrúar gert athugasemdir eða komið með innlegg í áætlun sem miðar að því að minnka skaðleg umhverfisáhrif vegna lyfja.

Innleggi má skila á íslensku. Það hraðar þó umsagnaferli ef þátttakendur hafa tök á að svara á ensku.

Með því að smella hér gefst kostur á að svara stöðluðum spurningalista og fylla út skjal allt að þremur blaðsíðum með athugasemdum.