Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Seyðisfirði. Ekki er til staðar deiliskipulag fyrir þann stað sem þessi stöð stendur á. Starfsleyfistillagan er sett fram án þess að borist hafi umsögn Seyðisfjarðarkaupstaðar á því hvort starfsemin samræmist aðalskipulagi varðandi landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteignar. Þörf er á slíkri umsögn til að heimilt sé að veita starfsleyfi.

Í starfsleyfistillögunni hefur sérstaklega verið tilgreint að viðbrögð við mengun taki mið af skriðuhættu og snjóflóðahættu á staðnum. Þá er sérstaklega vikið að því að verja skuli áfyllingarplan fyrir ágangi sjávar.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Tengd skjöld