Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögur að starfsleyfum fyrir Olíudreifingu ehf. á eftirfarandi stöðum: 

Grundarfirði, Ólafsvík, Patreksfirði, Húsavík, Þórshöfn, Vopnafirði, Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.

Í öllum tilfellum er um að ræða starfandi atvinnurekstur með starfsleyfi sem gilda til 31. janúar 2018. Þann 3. október 2017 tók ný reglugerð gildi um varnir gegn olíumengun frá landi og nýju starfsleyfin eru aðlöguð að ákvæðum hennar.

Athugasemdir við starfsleyfistillögur skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Rökstutt álit Umhverfisstofnunar á áhrifum hugsanlegrar mengunar olíubirgðastöðva á vegum Olíudreifingar ehf

Slóð á auglýsingar