Stök frétt

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni dagsins ætla landverðir í friðlandinu Dyrhólaey að bjóða gestum í fræðslugöngu í Dyrhólafjöru. Gangan hefst við inngangshliðið í Dyrhólaey Kl. 13:00.

Gengið verður  niður að sjávarmáli  meðfram klettahömrum eyjarinnar. Á bakaleiðinni munu landverðir dreifa pokum til gesta og í sameiningu verður rusl hreinsað sem safnast hefur saman í grasbrekkuna neðan eyjarinnar. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í góðum skóm. Gangan er létt og áætlað að taki tvær klst. Nánari upplýsingar í síma 822-4088.