Stök frétt

Tímabili skotvopna- og veiðikortanámskeiða er lokið í ár. Alls auglýsti teymi veiðistjórnunar og lífríkismála hjá Umhverfisstofnun 41 námskeið um allt land. Þátttakendur voru ríflega 1380 og eru 550 Íslendingar nýir veiðikorthafar að loknum námskeiðunum. Í vöxt hefur færst að konur afli sér skotveiðiréttinda. Kynjahlutfall á námskeiðum Umhverfisstofnunar þetta árið er um 20%

Ásdís Helga Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum, sem hefur umsjón með námskeiðshaldinu, segir að fjöldi þeirra sem sóttu námskeiðin hafi verið með því mesta miðað við undanfarin ár. Áhugi á skotveiðum sé töluverður en ekki síður að öðlast skotvopnaréttindi til að stunda skotíþróttina á skotvöllum landsins án þess að fara endilega á veiðar.

Námskeiðstímabilin eru tvö, frá maí til júní og aftur frá lok ágúst og út október. Allar upplýsingar um námskeiðin má finn á heimasíðunni www.veidikort.is / www.ust.is