Stök frétt

Næsta Umhverfisvarp er á dagskrá 11. nóvember kl.13 og verður streymt hér. Hægt er að melda sig á viðburðinn á facebook síðu Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa á friðlýstum svæðum um land allt. En hvað gera þeir? Hvert er hlutverk þeirra og skyldur?

Hákon Ásgeirsson náttúrufræðingur í teymi náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun flytur erindi um störf landvarða og tekur við spurningum í kjölfarið.

Umhverfisvarpið er reglubundin fræðsla á vegum Umhverfisstofnunar. Fræðslan er send út rafrænt og er opin öllum. Í Umhverfisvarpinu er hinum ýmsu verkefnum stofnunarinnar miðlað af sérfræðingum stofnunarinnar, kynntar eru niðurstöður verkefna og rannsókna.

Hægt er að nálgast fyrri upptökur af Umhverfisvörpum hér.