Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt


Unnið hefur verið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Spákonufellshöfða. Spákonufellshöfði var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. 

Gerð áætlunarinnar var í höndum fulltrúa Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins Skagastrandar.

Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Spákonufellshöfði er vestan við byggðina á Skagaströnd og nær niður að sjó auk þess sem sker úti fyrir höfðanum tilheyra fólkvanginum. Höfðinn er vinsæll til útivistar og víðsýnt er af honum.  

Eins og áður segir liggja drög að áætluninni nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar.

Hér má lesa nánar um Spákonufellshöfða og skila inn ábendingum.

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 15. ágúst 2022.