Umhverfisvarpið

Umhverfisvarpið er reglubundin fræðsla á vegum Umhverfisstofnunar. Fræðslan er send út rafrænt og er opin öllum. Í Umhverfisvarpinu er hinum ýmsu verkefnum stofnunarinnar miðlað af sérfræðingum stofnunarinnar, kynntar eru niðurstöður verkefna og rannsókna.
 
Markhópur fræðslunnar getur verið mismunandi eftir viðfangsefnum hverju sinni. Markhóparnir geta verið almenningur, fjölmiðlar, fyrirtæki, aðrar stofnanir, nemendur o.s.frv.
 
Markmið verkefnisins er að stunda markvissa upplýsingagjöf sem er eitt af átta yfirmarkmiðum stofnunarinnar. Einnig að auka þekkingu á verkefnum stofnunarinnar, auka umhverfisvitund í samfélaginu, auka gegnsæi, auka aðgengi að sérfræðingum og halda fjarfundamenningu á lofti.
 

Næstu viðburðir

Fyrri viðburðir