Pistlar og greinar

Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar unnu hörðum höndum á Norðurlandi í ágúst

Sumarið líður fljótt og á hverju sumri keppast sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar við að klára þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á friðlýstum svæðum ár hvert. Í sumar hafa rúmlega 100 sjálfboðaliðar lagt okkur lið og unnið á Vestfjörðum, Suðurlandi, Austfjörðum, Vesturlandi, hálendinu og voru tveir hópar samankomnir á Norðurlandi Eystra til að vinna síðustu verk sumarsins. Sjálfboðaliðasumrinu lauk því í norðlenskri blíðu en tólf sjálfboðaliðar unnu á Mývatni og 11 í Ásbyrgi tvær vikur í ágúst. Nánar ...

Inngangur forstjóra

Skýrsla ársins 2013 gerir upp ný markmið sem sett voru í upphafi fimm ára áætlunartímabils sem hófst í upphafi síðasta árs. Gerðar voru nokkrar breytingar á skipulagi stofnunarinnar á árinu þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu.Nánar ...

Mannauðsmál

Árið 2013 einkenndist að miklu leyti af breytingum í kjölfar stefnumótunar og nýs skipurits, sem tók gildi frá 1. mars. Sviðum fækkaði um eitt og skipað var í hlutverk 12 teymisstjóra nýrra þverfaglegra teyma. Nánar ...

Fjármál

Heildarvelta Umhverfisstofnunar er samkvæmt uppgjöri fyrir árið 2013 um 1.203 milljónir króna. Sértekjur stofnunarinnar eru um 166 milljónir króna, markaðar tekjur eru um 180 milljónir króna og aðrar rekstrartekjur eru um 34 milljónir króna. Nánar ...

Grænt bókhald

Umhverfisstofnun vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum í allri starfsemi sinni. Umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) var innleitt árið 2010. Þar með voru lagðir grunnstoðir starfsins en áherslur breytast svo milli ára.Nánar ...

Hreint loft og takmörkun gróðurhúsaáhrifa

Árið 2013 einkenndist að mörgu leyti að stórum uppgjörum tengdum loftslagsmálum. Í apríl skilaði Umhverfisstofnun skýrslu til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna um losun gróðurhúsalofttegunda og þróun þeirrar losunar frá árinu 1990-2011. Nánar ...

Verndun náttúru og líffræðilegrar fjölbreytni

Á árinu voru þrjú ný svæði friðlýst auk þess sem breytingar voru gerðar á friðlýsingu Teigarhorns. Um er að ræða tvo fossa í Mosfellsbæ, Tungufoss og Álafoss og hins vegar fólkvang í kringum náttúruvættið Teigarhorn.Nánar ...

Hreint haf og vatn

Þann 22. mars 2013, á alþjóðlegum degi vatnsins, var haldin vísindaráðstefna um vatn og vatnsgæði á vegum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Markmiðið með ráðstefnunni var að veita yfirsýn yfir nýlegar rannsóknir á gæðum vatns á Íslandi með áherslu á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó.Nánar ...

Heilnæmt umhverfi

Umhverfisstofnun vill skapa heilnæmt umhverfi fyrir alla og lágmarka áhrif skaðlegra efna á heilsu fólks og umhverfi. Á árinu tóku gildi ný efnalög, sem m.a. fólu í sér breytt hlutverk stofnunarinnar hvað varðar eftirlit með efnavörum á markaði, og hefur í kjölfarið verið unnin eftirlitsáætlun til þriggja ára.Nánar ...

Sjálfbær nýting auðlinda

Umhverfisstofnun vill stuðla að sjálfbærri og skilvirkri nýtingu auðlinda. Markmið með veiðistjórnun er að veiðar séu sjálfbærar þannig að komandi kynslóðir geti notið þessara gæða í framtíðinni.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira