Frétt

Boðið verður upp á að taka staðþekkingarpróf fyrir hreindýraleiðsögumenn til þess að bæta við sig svæðum. Prófin verða haldin á Egilsstöðum, Akureyri og í Reykjavík á skrifstofutíma 9-16 á tímabilinu 19. - 28. júní. Umhverfisstofnun lætur útbúa prófin og próflykla og heldur utan um yfirferð á þeim. Til að teljast hafa staðist prófið þarf að ná einkunninni 5.0 eða 48 stigum af hundrað. 

Ef þú hefur áhuga á því að bæta við þig svæði þá vinsamlega hafðu samband við neðangreinda með upplýsingar um prófadag, stað og svæði sem þú hyggst bæta við þig. 

Stefán Bogi vegna prófa á Egilsstöðum. 

Steinar Rafn Beck vegna prófa á Akureyri eða í Reykjavík.