Umhverfistofnun - Logo

Drangar á Ströndum

Mynd: Gunnar Guðjónsson

Mynd: Gunnar Guðjónsson

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að friðlýsingu Dranga á Ströndum í samræmi við málsmeðferð 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, landeiganda, sveitarfélagsins Árneshrepps, Minjastofnunar og umhverfis- og auðlindaráðneytisins. 

Markmiðið með friðlýsingunni er að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni þar sem náttúran fær að þróast á eigin forsendum. Varðveita og viðhalda óvenjulegu, mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi sem og víðsýni. Friðlýsingunni er einnig ætlað að tryggja vernd jarðminja, vistkerfa og lífríki þeirra innan svæðisins. Þá miðar friðlýsingin að því að tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið, í kyrrð og ró, einstakrar náttúru þar sem náttúrulegir ferlar eru ríkjandi og beinna ummerkja mannsins gætir lítið eða ekkert.  

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 25. nóvember 2021. Ábendingum og athugasemdum má skila inn á formi hér fyrir neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Frekari upplýsingar um málið veita Eva B. Sólan (evasolan@ust.is) og Kristín Ósk Jónasdóttir (kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is)  með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:
Tillaga að auglýsingu
Kort og hnitaskrá

Senda ábendingu

Upplýsingar

Skrár