Umhverfistofnun - Logo

Borgarvogur í Borgarbyggð

Mynd: Þorleifur Geirsson

Mynd: Þorleifur Geirsson

Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Borgarvogs sem friðlands í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan var unnin af samstarfshópi sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, sveitarfélagsins Borgarbyggðar, kirkjuráðs og  umhverfis- og auðlindaráðneytisins.  

Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að viðhalda og vernda til framtíðar náttúrulegt ástand Borgarvogs og líffræðilega fjölbreytni svæðisins þannig að fái þróast samkvæmt náttúrulegum lögmálum sínum og á eigin forsendum. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins og að almenningur fái notið svæðisins til náttúruskoðunar og fræðslu.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 14. júlí 2021.  Hér má finna tillöguna og frekari upplýsingar.
 

Mynd: Þorleifur Geirsson