Landverðir á friðlýstum svæðum á höfuðborgarsvæðinu munu bjóða upp á fræðslustundir í sumar. Þar hljóta gestir fræðslu um náttúrufar svæðisins. Göngurnar verða auglýstar á samfélagsmiðlum og við bílastæði viðkomandi svæðis.
Gestir eru hvattir til að nálgast landvörð sem mun þá verða tilbúinn til að ræða um það sem fyrir augum ber hverju sinni.
Dagur hinna villtu blóma. Grasagarðurinn, Náttúruminjasafnið og Umhverfisstofnun standa saman að fræðslugöngu á degi hina villtu blóma. Gangan verður auglýst þegar nær dregur.