Umhverfistofnun - Logo

Dynjandi í Arnarfirði

Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda fossastigann í ánni sem hefur orðið til vegna lagskiptingar bergsins í hraunlög og lausari millilög. Einnig að auðvelda almenningi umgengni og kynni af náttúru svæðisins.