Umhverfistofnun - Logo

Almennar upplýsingar

um friðlýsingu Látrabjargs og nágrennis

Í janúar 2011 skipaði bæjarstjórn Vesturbyggðar starfshóp um framtíðarskipulag Látrabjargs og nágrennis, en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að svæðið verði friðlýst. Í náttúruverndaráætlun 2009-2013 er einnig gerð tillaga um stofnun þjóðgarðs á svæðinu. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar Vesturbyggðar, Umhverfisstofnunar, landeigenda og ferðamálasamtaka V-Barð. 

Helsta hlutverk starfshópsins var að ræða hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á svæðinu og vinn aða gerð deiliskipulags í samstarfi við verkfræðistofnuna BAARK. Í ágúst 2013 voru fulltrúar skipaðir í ráðgjafanefnd um gerð verndaráætlunar fyrir Látrabjargssvæðið og var fyrsti fundur nefndarinnar haldinn í október 2013. 

Mikilvægt er að árétta strax í upphafi að undirbúningur mögulegrar friðlýsingar, sem og framkvæmd hennar, ef af verður, eru í eðli sínu samráðsferli þar sem að koma allir þeir aðilar sem hagsmuna hafa að gæta á svæðinu. Forsenda friðlýsingar er samkomulag við alla rétthafa viðkomandi svæðis, þ.e. sveitarfélag, landeigendur og, eftir atvikum, ábúendur.

Ekki hika við að hafa samband ef þú óskar frekari upplýsinga eða vilt koma ábendingum á framfæri með því að smella hér.

Tengt efni