Starfsfólk Umhverfisstofnunar leggur sig fram við að veita úrvals þjónustu og beita heildstæðri nálgun í öllu sínu starfi.
Rík áhersla er lögð á að afla bestu þekkingar og gagna, vanda ákvarðanatöku og mæta væntingum og þörfum viðskiptavina stofnunarinnar. Unnið er eftir skýrum og skilvirkum ferlum og málum vísað í réttan farveg. Við vinnum með öðrum stjórnvöldum að úrlausn mála.
Umhverfisstofnun byggir starfsemi sína á faglegum styrk og bestu fáanlegu upplýsingum. Starfsfólk sýnir frumkvæði, aflar sér nýjustu upplýsinga og þekkingar.
Tekið er á málefnum sem berast af víðtækri þekkingu, virðingu og framsýni.
Áhersla er lögð á gegnsæi og góða upplýsingagjöf til almennings um öll okkar störf samkvæmt settri upplýsingastefnu stofnunarinnar.
Umhverfisstofnun vinnur að stöðugum umbótum á starfsemi sinni til að vera leiðandi í gæðamálum og tryggja gæði þjónustunnar.
Umhverfisstofnun vinnur samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001 og ISO 14001.
Stefnan rýnd og samþykkt af yfirstjórn 21. ágúst 2020.