Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

242542858_10159254091632850_2930100867215565070_n.jpg (248905 bytes)

 

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.
Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

Landverðir eru stækkandi hluti starfsmannahópsins og sumarið 2021 voru um 60 landverðir starfandi á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón, auk gosstöðvanna í Geldingadölum. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

 

Störf laus til umsóknar

Yfirlandvörður - Mývatnssveit og Goðafoss

Yfirlandvörður - Mývatnssveit og Goðafoss

Umsóknarfrestur

23.11.2021 til 06.12.2021

Inngangur

Umhverfisstofnun auglýsir eftir yfirlandverði á Norðurlandi eystra.

Starfssvæðið nær til friðlýstra svæða við Mývatn og náttúrvættisins Goðafoss. Uppsetning nýrrar gestastofu er fyrirhuguð í Gíg að Skútustöðum og verður starfsaðstaða yfirlandvarðar þar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Dagleg umsjón verndarsvæðanna
 • Dagleg umsjón með verkefnum sumarlandvarða og sjálfboðaliða
 • Umsjón með daglegum rekstri nýrrar gestastofu í Gíg og salernishúss við Hverfjall
 • Aðkoma að verndarráðstöfunum og áhrifamati leyfisveitinga

Hæfniskröfur

 • Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi
 • Gild ökuréttindi
 • Gild skyndihjálparréttindi
 • Reynsla af landvörslu
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum
 • Reynsla af skipulagningu og forgangsröðun verkefna annarra starfsmanna er kostur
 • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta er kostur
 • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir

Tengiliðir

Kristín Ósk Jónasdóttir - kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is - 591 2000

Sigrún Valgarðsdóttir - sigrunv@umhverfisstofnun.is - 591 2000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Framsýn- stéttarfélag hafa gert.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2021

Sækja um

Landvörður - Gullfoss og Geysir

Landvörður - Gullfoss og Geysir

Umsóknarfrestur

25.11.2021 til 06.12.2021

Inngangur

Umhverfisstofnun auglýsir eftir heilsárs landverði fyrir friðlýstu svæðin Gullfoss og Geysi.

Verkefnin á svæðunum eru fjölbreytt og krefjandi enda fjölfarin árið um kring. Við leitum að öflugum starfsmanni með brennandi áhuga á fræðslu og miðlun upplýsinga og þekkingu á náttúruvernd.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og eftirlit með starfssvæðunum
 • Gæta þess að ákvæðum náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða sé fylgt
 • Upplýsa og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, m.a. með fræðslugöngum
 • Sinna viðhaldi innviða og halda við merktum gönguleiðum
 • Bregðast við ef slys ber að höndum

Hæfniskröfur

 • Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi er krafa
 • Gild ökuréttindi er krafa
 • Gild skyndihjálparréttindi er krafa
 • Góð færni í samskiptum er mikilvæg
 • Reynsla af landvörslu er kostur
 • Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta er kostur
 • Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir

Tengiliðir

Valdimar Kristjánsson - valdimar.kristjansson@umhverfisstofnun.is - 591 2000

Sigrún Valgarðsdóttir - sigrunv@umhverfisstofnun.is - 591 2000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2021

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður