Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

242542858_10159254091632850_2930100867215565070_n.jpg (248905 bytes)

 

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.
Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

Landverðir eru stækkandi hluti starfsmannahópsins og sumarið 2022 verða um 34 landverðir starfandi á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

 

Störf laus til umsóknar

Móttaka og skjalasafn - sumarstarf

Móttaka og skjalasafn - sumarstarf

Umsóknarfrestur

11.05.2022 til 23.05.2022

Inngangur

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Vinnuvikan er 36 stundir. Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar sumarstarf við afleysingar í móttöku á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík og við frágang í skjalasafni stofnunarinnar. Ráðið verður í starfið frá júní til ágúst.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Frágangur skjalasafns í samræmi við reglur Þjóðskjalasafns
Móttaka og símsvörun
Þjónusta við starfsfólk og gesti

Hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi
Þekking og/eða reynsla af skjalamálum er kostur
Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Tengiliðir

Björgvin Valdimarsson - bjorgvin.valdimarsson@umhverfisstofnun.is - 5912000

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thoram@ust.is - 5912000

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. 
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2022

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður