Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

_A3A8586.jpg (11069687 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.

Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. 

Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.

Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvumum landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.

Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

 

Störf laus til umsóknar

Ræstingar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Ræstingar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Umsóknarfrestur

20.03.2023 til 30.03.2023

Inngangur

Umhverfisstofnun leitar að einstaklingi í ræstingar í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Þjóðgarðurinn rekur tvær gestastofur, á Malarrifi og Hellissandi, en starfsaðstaða starfsmannsins verður á Hellissandi. Megin verksvið viðkomandi er umsjón með þrifum á húsnæði þjóðgarðsins.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi. Þjóðgarðurinn heyrir undir Umhverfisstofnun og mun starfsmaður vinna í teymi náttúruverndar.

Í boði er fjölbreytt og lifandi starf og tekur viðkomandi þátt í þróun starfsemi þjóðgarðsins ásamt samstarfsfólki hjá þjóðgarðinum. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund. Um er að ræða fullt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með þrifum í húsnæði þjóðgarðsins
 • Umsjón með ræstingar- og hreinlætisvörum 
 • Dagleg þrif í þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi
 • Regluleg þrif í öðru húsnæði þjóðgarðsins
 • Aðstoð við viðburði og létt viðhald á húsnæði eftir atvikum

Hæfniskröfur

 • Framúrskarandi þjónustulund og verklagni
 • Reynsla af ræstingum er kostur
 • Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur
 • Ökuréttindi
   

Tengiliðir

Hákon Ásgeirsson - hakon@umhverfisstofnun.is - 5912000

Rut Ragnarsdóttir - rut.ragnarsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Snæfellinga hafa gert.

Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu og höfum tækifæri til að þróast í starfi, m.a. með virkri endurmenntun.

Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Við erum með jafnlaunavottun, virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, sjá graenskref.is. Vinnuvikan okkar er 36 stundir til reynslu.

Við leggjum áherslu á stafræna þróun og tekið er fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is 

Næsti yfirmaður er Hákon Ásgeirsson þjóðgarðsvörður sem veitir upplýsingar um starfið auk Rutar Ragnarsdóttur þjónustustjóra í síma 591 2000.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.03.2023

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður