Störf í boði

Foss_Canva.png (2590029 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur hópur sérfræðinga með fjölbreyttan bakgrunn að verndun náttúru og umhverfis. 

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Við höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun.

Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. 

Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum.

Landverðir eru stór hluti starfsmannahópsins og starfa á friðlýstum svæðum, náttúruverndarsvæðum í okkar umsjón. Landverðir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

Við leggjum áherslu á öflugt nýliðamóttökuferli sem undirbýr fólkið okkar vel undir verkefni sín. 

Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður og við vinnum auk þess eftir vottuðu gæðakerfi og umhverfisstjórnunarstaðlinum.

Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið og auglýsir hartnær öll störf sín með vali um staðsetningu.

Hvar má bjóða þér að vinna? Valið er þitt!

 

Störf laus til umsóknar

Lögfræðingur loftslags- og loftgæðamála

Lögfræðingur loftslags- og loftgæðamála

Umsóknarfrestur

30.05.2024 til 10.06.2024

Inngangur

Umhverfisstofnun veitir fjölbreytta þjónustu og tekur ákvarðanir er varða umhverfisgæði og náttúruvernd. Stofnunin annast framkvæmd viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir fyrir Íslands hönd. Flugrekendum, rekstraraðilum í staðbundnum iðnaði og skipafélögum er skylt að afla losunarheimilda vegna losunar gróðurhúsalofttegunda sem fellur undir gildissvið viðskiptakerfisins. Einnig hefur stofnunin umsjón með losunarbókhaldi Íslands fyrir losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengunarefna og tryggir að bókhaldið standist evrópskar og alþjóðlegar kröfur.  Markmið stofnunarinnar er að veita öflugan stuðning við markmið Íslands í loftslagsmálum. Umhverfisstofnun hefur einnig umsjón með loftgæðamælingum og öðrum verkefnum er tengjast loftgæðum. Fram undan eru fjölbreytt og spennandi verkefni á þessu sviði.

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf lögfræðings í loftslags- og loftgæðamálum. Lögfræðingurinn mun starfa í öflugum teymum þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Starfssvið lögfræðingsins felst í vinnu með sérfræðingum að greiningu og úrlausn lögfræðilegra og stjórnsýslulegra álitamála í loftslags- og loftgæðamálum. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir. Lögfræðingurinn mun taka þátt í samstarfi við ráðuneyti, aðrar ríkisstofnanir, hagsmunaaðila, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök þeirra.

Hvar má bjóða þér að vinna?
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Hellissand, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Hvanneyri og Reykjavík. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greining og úrlausn lögfræðilegra og stjórnsýslulegra álitamála. 
 • Eftirlit með framkvæmd viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, beiting þvingunarúrræða og ritun stjórnvaldsákvarðana eftir því sem við á.
 • Greining á löggjöf Evrópusambandsins í loftslags- og loftgæðamálum
 • Undirbúningur reglugerða í samvinnu við sérfræðinga stofnunarinnar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
 • Umsagnir um lagafrumvörp og önnur mál í samráðsgátt stjórnvalda eða önnur þingmál og umsagnir í kæru- og dómsmálum. Einnig gerð tillagna að breytingum á lögum og reglugerðum.
 • Evrópusamstarf hvað varðar viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og loftgæðamál. Önnur tilfallandi þátttaka í starfshópum og nefndum á málefnasviði lögfræðings
 • Fræðsla og ráðgjöf um lögfræðileg efni.
   

Hæfniskröfur

 • Meistarapróf eða fullnaðarpróf í lögfræði er skilyrði. Lögfræðimenntun með áherslu á umhverfismál er kostur. 
 • Þekking á umhverfis- og loftslagsmálum, þ. á m. viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er kostur.
 • Þekking og/eða reynsla af EES-rétti og reglum EES- samningsins um umhverfisvernd er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Stafræn verkefni ¿ þekking og geta til að sýna frumkvæði
 • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
 • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
 • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
 • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Tengiliðir

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir - birna.guttormsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000

Þóra Margrét Pálsdóttir Briem - thora.m.briem@umhverfisstofnun.is - 5912000

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags hafa gert.

Næsti yfirmaður lögfræðingsins er Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, sviðsstjóri, en upplýsingar um starfið veitir auk hennar Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, mannauðsstjóri í síma 591 2000.
Umhverfisstofnun er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Við búum yfir fjölbreyttri sérfræðiþekkingu, höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. 
Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið á 9 starfsstöðvum og eftir vottuðum gæðakerfum. Stafræn þróun er áhersluverkefni og við tökum fagnandi á móti nýju fólki sem hefur þekkingu og áhuga á stafrænum lausnum. Við erum með jafnlaunavottun, með virka umhverfisstefnu og störfum samkvæmt Grænum skrefum, graenskref.is. 
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að lögfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.


Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Starfshlutfall er 100 - 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.06.2024

Sækja um

 Störf án staðsetningar

 


Svansvottaður vinnustaður