Umhverfistofnun - Logo

Störf í boði

dan-cook-NJNVaZR3lVE-unsplash-edited.jpg (2236931 bytes)

Vilt þú starfa með okkur?

Hjá Umhverfisstofnun starfar öflugur starfsmannahópur með fjölbreyttan bakgrunn og sérhæfingu að verndun náttúru og umhverfis. Starfsstöðvar okkar eru níu talsins og eru þær um allt land. Almennt eru sérfræðingsstörfin okkar ekki bundin einni starfsstöð og við ráðum besta fólkið, óháð staðsetningu.

 Landverðir eru stækkandi hluti starfsmannahópsins og sumarið 2021 verða um 60 landverðir starfandi á þeim náttúruverndarsvæðum sem eru í okkar umsjón, auk gosstöðva í Geldingadölum. Landverðirnir eru framverðir okkar á vettvangi og við erum stolt af þeirra vinnu.

 Við leggjum áherslu á að taka vel á móti starfsfólki okkar og undirbúa það vel fyrir verkefni sín. Umsóknir um laus störf fara í gegnum ráðningarkerfi ríkisstofnana og laus störf til umsóknar birtast hér og á Starfatorgi.

 Umhverfisstofnun er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Störf laus til umsóknar


 


Störf án staðsetningar

Um vinnustaðinn

Mynd: Dan Cook á Unsplash