Umhverfistofnun - Logo

Veiðikortanámskeið

Veiðikortanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um veiðikort. Veiðikort gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Allir sem hyggjast stunda almennar fugla-, refa- eða hreindýraveiðar verða að vera handhafar veiðikorts og ætið bera kortið á sér á veiðum. Skylt er jafnframt að hafa meðferðis skotvopnaskírteini sé um skotveiði að ræða.

 Neðst á þessari síðu er hlekkur inn á umsóknir um námskeiðið.

Það sem þarf að gera fyrir hæfnipróf veiðimanna, auglýst veiðinámskeið:

  1. Skrá sig á ákveðið námskeið. Sjá link hér fyrir neðan.
  2. Millifæra námskeiðsgjöldin við skráningu. Sjá nánar undir „Námskeiðsgjöld“.
  3. Lesa bókina Veiðar á villtum fuglum og spendýrum fyrir veiðikortanámskeiðið. Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún fæst í bókabúðum.

Ekki þarf að skila neinum gögnum til lögreglu ef einungis er farið á veiðinámskeið.

Námskeiðsgjöld
 Millifæra þarf námskeiðsgjöld á reikning Umhverfisstofnunar við skráningu á námskeið:
 Reikningsupplýsingar: 0565-26-3838, kt. 701002-2880.
 Fyrir veiðikortanámskeið:    14.900 kr
 Fyrir skotvopnanámskeið:    27.000 kr
 Fyrir bæði námskeiðin:         41.900 kr

Ef greiðandi er annar en sá sem er að fara á námskeiðið þarf að senda kvittun á veidistjorn@ust.is og setja kennitölu þess sem er að fara á námskeið í skýringu. Ekki þarf að senda kvittun ef millifært er af reikningi þess sem er að fara á námskeiðið.

Sé námskeiðsgjald ekki greitt minnst viku áður en námskeið hefst er ekki hægt að tryggja að umsækjandi fái aðgang að námskeiðinu. Aðgangur að skotvopnanámskeiðum er ennfremur háður samþykki lögreglu innan sama tímaramma.

Fyrirkomulag veiðikortanámskeiða

 Umhverfisstofnun heldur veiðikortanámskeið og býður fram hæfnipróf veiðimanna. Námskeiðið er dagsnámskeið, tekur um sex klukkustundir. Það er að jafnaði kennt síðdegis.

Efnisflokkar:

  • Bráðin
  • Lög reglur og öryggi 
  • Náttúru- og dýravernd 
  • Stofnvistfræði 
  • Veiðar og veiðisiðfræði 
  • Próf

Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör.

Sjá lista yfir næstu námskeið hér.

Smelltu hér til að komast inn á umsóknarvefinn fyrir námskeiðið.