Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Hér með gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir sem gætu nýst við gerð endurskoðaðrar vatnaáætlunar en hún verður auglýst til kynningar í lok árs 2026. 

Eftir afar umfangsmikla vinnu með ráðgjafastofnunum okkar, heilbrigðisnefndum og sveitarfélögum er komið að því að hefja að nýju almenna samráðsferlið við gerð vatnaáætlunar sem mun taka gildi í byrjun árs 2028. Þetta bráðabirgðayfirlit er lagt fram bæði til að upplýsa almenning og aðra um stöðu mála en fyrst og fremst til að hefja samráð við þá sem ekki hafa þegar komið að vinnunni.

Samkvæmt lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála skal gera bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar tveimur árum áður en vatnaáætlun tekur gildi. Fyrsta vatnaáætlun Íslands var staðfest í apríl 2022 og er hún í gildi í 6 ár. Bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar fjallar um helstu atriði áætlunarinnar. Yfirlitinu er ætlað að gefa innsýn í helstu kafla vatnaáætlunar og hvernig hún verður í meginatriðum sett upp ásamt helstu efnistökum.

Frestur til athugasemda er til og með 6. febrúar 2026. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið uos@uos.is merktar „Báðabirgðayfirlit vatnaáætlunar 2028 – 2033“.

Bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar 2028-2033