Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár

Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár þann 21. febrúar 2024 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Á framkvæmdaáætlun eru skráðar þær náttúruminjar sem Alþingi ákveður að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun næstu fimm árin.

Upplýsingar um verndargildi svæðanna, mögulegar verndarráðstafanir og væntanlegar takmarkanir sem tillagan gæti haft í för með sér eru að finna inni á síðum svæðanna hér að neðan.

Frestur til að skila athugasemdum var til og með 19. apríl 2024 og var unnt að skila þeim inn skriflega á kynningarsíðum svæðanna hér að neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða bréfleiðis til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun hefur unnið umsögn um framkomnar athugasemdir og skilað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Umsögn Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun hefur einnig gert þeim aðilum, sem gerðu athugasemdir við tillöguna, grein fyrir umsögn sinni um þær skv. 3. mgr. 36. gr. ofangreindra laga.

Frekari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Bjarnadóttir, sérfræðingur, ingibjorgb@umhverfisstofnun.is, sími 591-2000.