Frá og með 1. janúar 2010 er skylda skv. reglugerð (nr. 814/2010) að merkja greinilega ýmsa þætti er varða öryggi og slysahættu, s.s. hitastig í setlaugum, þegar dýpi lauga er minna en 1,5 m eða yfir 3,0 m, hættu við dýfingar, hálku á laugarbökkum og annað það sem nauðsynlegt þykir vegna öryggis og slysahættu sundgesta. Staðsetning skilta skal vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá skiltin. Upplýsingar á skiltum skulu vera skýrar og læsilegar. Leturstærð skal taka mið af lestrarfjarlægð. Sérstök ákvæði skulu vera í starfsleyfi um fyrirkomulag merkinga, stærð og gerð skilta, staðsetningu o.þ.h. með hliðsjón af aðstæðum á viðkomandi stað.
Á sundstöðum, þar sem mikill fjöldi bæði innlendra og erlendra gesta kemur, er mikilvægt að notuð séu alþjóðleg stöðluð myndræn merkjakerfi. Kostur alþjóðlegra staðlaðra merkja er að þekking almennings á slíkum merkjum verður almenn þar sem sama merkjamálið er notað í mörgum löndum og dregur það úr þörf á texta og þar með misskilningi vegna tungumálaörðugleika. Notkun staðlaðra merkjakerfa eins og t.d. umferðamerkja, þar sem hver tegund merkja hefur sína liti og lögun og notar frekar myndtákn en letur, eykur mjög á öryggi og dregur úr slysahættu. Mikilvægt er að myndir og letur séu skýr og stærð þeirra taki mið af lestrarfjarlægð. Einnig þarf að velja þeim rétta staðsetningu þannig að þau séu áberandi öllum gestum. Hlutfall fjarlægðar lesanda frá skilti og leturstærðar má skoða í töflu hér fyrir neðan.
Stærð leturs (Pkt) |
Fjarlægð frá lesanda (cm) |
12 | 45 |
18 | 70 |
24 | 90 |
28 | 115 |
36 | 135 |
48 | 180 |
60 | 230 |
72 | 275 |
Við hönnun öryggismerkja skal taka mið af staðli ISO 3864 -1 Graphical symbols – Safety colours and safety signs- Part 1: Design principles for safety signs in workplaces and puplic areas, hvað varðar útlit, lögun og liti merkja.
Ástæða er til að benda á að stöðluð öryggismerki koma ekki í stað góðra verklagsreglna, leiðbeininga, annarra slysavarna og þjálfunar starfsfólks.
Eftirfarandi merki eiga að vera til staðar: