Bann og takmarkanir eiga ekki við þegar:
- Efni er notað við rannsóknir á rannsóknarstofu.
- Efni er notað sem viðmiðunarstaðall við rannsóknir (e. reference standard).
- Efni kemur fyrir sem óviljandi snefilaðskotaefni undir viðmiðunarmörkum sem getið er til í I. viðauka.
- Fyrir sum efni eru veitt undanþágur við sérstök tilefni en hægt er að finna skilyrði fyrir hvert efni sem reglugerðin kveður á um í I. viðauka.
- Efni er til staðar í hlut sem er nú þegar í notkun fyrir gildistöku banns á efninu í annað hvort reglugerð (ESB) 2019/1021 eða reglugerð (EB) nr. 850/2004, sú dagsetning gildistöku sem kom út fyrst. Við slíkar aðstæður þarf að tilkynna hlutinn til Umhverfisstofnunar innan 12 mánaða frá gildistöku bannsins á efninu sem um ræðir.
- Gefnir eru 6 mánuðir frá gildistíma nýs banns í aðlögunartíma fyrir hluti.