Eftirlit með flutningi úrgangs

Virkt eftirlit með flutningi úrgangs á milli landa er mikilvægt skref í að tryggja rétta meðhöndlun á þeim úrgangi sem fellur til í hverju landi fyrir sig og tryggja að með flutningnum sé ekki verið að flytja vandamál sem fylgja úrgangsmeðhöndlun til annarra landa. Um leið veitir eftirlitið úrgangsmeðhöndlunaraðilum aukið aðhald með það að markmiði að aðilar í iðnaðinum geri sér fulla grein fyrir þeirra ábyrgð.

 

Markmið eftirlitsins er að enginn ólöglegur flutningur úrgangs eigi sér stað til/frá Íslandi.

 

Tilgangur eftirlits með flutningi úrgangs milli landa er fyrst og fremst að tryggja eftirfylgni reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um flutning úrgangs sem var innleidd með reglugerð 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa. Með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 660/2014 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 um flutning úrgangs, var svo aðildarríkjum Evrópusambandsins og löndum EES gert að sinna virku eftirliti með flutningi. Í breytingarreglugerðinni kemur fram að eftirlitið skuli fylgja eftirlitsáætlunum hver lands fyrir sig þar sem sett er niður skipulag eftirlits til þriggja ára í senn. Hér má finna eftirlitsáætlanir sem stofnunin hefur gefið út:  

 

Eftirlitsáætlun um flutning úrgangs milli landa 2021 - 2023

Eftirlitsáætlun um flutning úrgangs milli landa 2018 - 2020

 

Framkvæmd og skipulag eftirlits er sett fram í framkvæmdaráætlun sem Umhverfisstofnun setur saman fyrir hvert ár eftirlitstímabilsins. Framkvæmdaráætlunin er vinnuskjal stofnunarinnar. Í lok hvers árs er tekin saman skýrsla um framkvæmd eftirlitsins og niðurstöður. 

Skýrslur um niðurstöður síðustu ára má finna hér: 

 

Niðurstöður eftirlits með flutningi úrgangs á milli landa 2022

Niðurstöður eftirlits með flutningi úrgangs á milli landa 2021

Niðurstöður eftirlits með flutningi úrgangs á milli landa 2020

Niðurstöður eftirlits með flutningi úrgangs á milli landa 2019

Niðurstöður eftirlits með flutningi úrgangs á milli landa 2018