Umhverfistofnun - Logo

Leiðbeiningar

Útreikningar á magni skólps frá þéttbýlum

Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp gerir kröfu um samantekt gagna um förgun skólps (gr. 28). Heilbrigðisnefndir skulu senda Umhverfisstofnun upplýsingar um stöðu fráveitumála og Umhverfisstofnun tekur efnið saman í sameiginlega stöðuskýrslu fyrir landið allt. Því er mikilvægt að aðferðir við gagnaöflun og gagnaskil séu sem samræmdum hætti. Umhverfisstofnun hefur látið gera útreikniskjal fyrir persónueiningar sem ætlað er til að auðvelda og samræma aðferðir við útreikninga á fjölda persónueininga fyrir þéttbýli.

Útreikniskjal fyrir skólpmagn í þéttbýli framsett í persónueiningum

Eftirfarandi uppsprettur skólps skal telja með í útreikningum á skólpmagni í þéttbýli:

  • Allt skólp frá íbúum og fólki sem ekki býr á staðnum og mögulegar árstíðabundnar breytingar. 
  • Allt skólp (húsaskólp og iðnaðarskólp) innan þéttbýlis sem losar í fráveitu sveitarfélags. 
  • Allt skólp (húsaskólp og iðnaðarskólp) innan þéttbýlis sem ekki er tengt fráveitukerfi en ætti að vera það , t.d. sumarbústaðir, gistiheimili, einstök ótengd hús.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að skólp frá iðnaði skv. III. viðauka í reglugerð nr. 798/1999, sem hefur eigin útrás og fráveitukerfi, skal ekki telja með í skólpmagni þéttbýlis nema þar sem viðtaki hefur verið skilgreindur sem viðkvæmur.

Viðtakar sem hafa verið skilgreindir viðkvæmir eru:

  • Þingvallavatn
  • Mývatn

Minnisblað um útreikning á skólpmagni frá þéttbýli


Minnisblað um kröfur til meðhöndlunar og/eða förgunar seyru á ferðamannastöðum í óbyggðum

 Starfsleyfisskilyrði fyrir fráveitur með ítarlega hreinsun.