Síðast uppfært: 16. maí 2023
Fyrir 28. febrúar ár hvert fá þeir rekstraraðilar og flugrekendur sem eiga rétt á endurgjaldslausum losunarheimildum úthlutað fyrir yfirstandandi ár.
Í síðasta lagi 30. apríl ár hvert þurfa svo þeir rekstraraðilar og flugrekendur sem falla undir ETS kerfið að gera upp losun ársins á undan í skráningarkerfi með losunarheimildir.
Úthlutanir og uppgjör á losunarheimildum eru skráðar í viðskiptadagbók ESB sem má nálgast hér.
Hér að neðan má nálgast ítarlegri upplýsingar um úthlutanir losunarheimilda og uppgjör þeirra rekstraraðila sem falla undir ETS kerfið á Íslandi.