Ársáætlanir

Í ársáætlun Umhverfisstofnunar eru helstu umbóta- og þróunarverkefnin stofnunarinnar kynnt. Þau eru byggð á stefnu Umhverfisstofnunar 2023 – 2025 og kallast stefnuverkefni. Starfsfólk stofnunarinnar á sjálft frumkvæði að þessum verkefnum. Leiðarljós stefnu Umhverfisstofnunar er að virðing fyrir náttúrunni sé samofin allri ákvarðanatöku í samfélaginu.

Í áætluninni er einnig yfirlit yfir regluleg verkefni starfsfólks, fjölda þeirra og hvernig þau hafa þróast. Slík verkefni eru kölluð afgreiðsluverkefni.

Áætluninni fylgir ávarp frá forstjóra Umhverfisstofnunar þar sem hún gerir grein fyrir stærstu verkefnum ársins. 

Þar má einnig finna áætlaðar rekstartölur fyrir árið, með helstu útgjöldum og tekjuliðum hjá stofnuninni.

Ársáætlun Umhverfisstofnunar 2024