Eftirlit 2016: Eftirlit með torgsölu á snyrtivörum í Kolaportinu
Tilgangur og markmið
Framkvæmd og helstu niðurstöður
Farið var í eftirlitsferð í Kolaportið þann 1. október 2016 og skoðaðar snyrtivörur í tveim sölubásum, 9 vörur í öðrum og 4 vörur í hinum. Um er að ræða úrtaksverkefni þar sem skoðuð voru sýnishorn af snyrtivörum sem er upprunnar frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Kannað var hvort tiltekin bönnuð innihaldsefni væru til staðar í vörunum, viðvörunarorð á íslensku væru til staðar þar sem þess er krafist, ábyrgðaraðili á Evrópska efnahagssvæðinu væri tilgreindur á umbúðum og fyrningardagsetning vöru væri virt í þeim tilfellum þar sem hún er tilgreind.
Eftirfarandi niðurstöður fengust:
Þættir skoðaðir | Fjöldi skoðaður | Snyrtivörur með frávik | Snyrtivörur án frávika |
Snyrtivörur | 13 | 11 (85%) | 2 (15%) |
Þar af húðvörur | 8 | 6 | 2 |
Þar af hárvörur | 4 | 3 | 1 |
Þar af naglalakk | 1 | 1 | 0 |
Frávik | Vöruflokkur | Hlutfall snyrtivara með frávik |
Inniheldur ísóbútýlparaben (bannefni) | Húðvörur | 2 af 6 |
Íslensk viðvörunarorð vantar | Hárvörur (hárlitunarefni) | 3 af 4 |
Nafn ábyrgðaraðila vantar á umbúðir | Hár- , húðvörur, naglalakk | 11 af 13 |
Engin vara var komin fram yfir fyrningardagsetningu í þeim tilfellum þar sem hún var tilgreind.
Niðurstöður eftirlitsins gefa til kynna að sala á snyrtivörum í torgsölu ekki umfangsmikil hér á landi og jafnframt að gera megi ráð fyrir að frávik frá gildandi reglugerðum séu nokkuð algeng.