Staðsetningar

Merkjunum skal ávallt velja stað þannig að gestir komist ekki hjá því að sjá þau á leið sinni um viðkomandi svæði. Letur- og myndstærð á merkjum skal vera í samræmi við eðlilega lestrarfjarlægð að teknu tilliti til sjónskertra, samt aldrei minni en 70 mm. Leturgerð Tahoma eða Ariel og lágstafir henta sjónskertum betur en aðrar gerðir og ef notaðir eru breiðir stafir þá þarf að auka bil milli stafa. Merkin eiga að vera á lóðréttum fleti. Frístandandi skilti/merki skulu vera stöðug og ná a.m.k. 1 m hæð.

Inngangur /afgreiðsla: Yfirlitskort og öryggisreglur.

Búnings- og baðaðstaða: Að gestir skuli þvo sér án sundfata áður en farið er í laug.

Við setlaugar: Hitastig vatns.

Við laugar: Dýpi vatns, þar sem það er ≤ 1,5 m eða ≥ 3,0 m. Dýfingar bannaðar. Þar sem botn byrjar að halla bratt, eða ef jafnt hallandi, þá við miðja langhlið.

Við rennibraut: Hegðun í rennibraut í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.

Á laugarbökkum og þar sem það á við: Hálkuviðvörun.

Nánari staðsetningu merkjanna á viðkomandi svæði verður að ákveða á hverjum sundstað fyrir sig.