Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eftirlit

Reglur um raf- og rafeindatæki er að finna í VII. kafla laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Umhverfisstofnuna fer með eftirlitshlutverk samkvæmt 51. gr. laganna en reglurnar eru nánar útfærðar í reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang nr. 1061/2018.


Markmið eftirlitsins er meðal annars að hækka söfnunarhlutfall þessa úrgangs, sjá til þess að upplýsingagjöf til neytenda sé framfylgt og að fylgjast með því að framleiðendur og innflytjendur rafhlaðna og rafgeyma séu skráðir í skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda. 


Mikilvægt er að verkefnið sé unnið í góðu samstarfi við aðila á markaði og að allir hlutaðeigandi komi að því að hvetja notendur til að koma úrganginum í réttan farveg. Umhverfisstofnun hefur sett upp eftirlitsáætlun til ársloka 2024. Í áætluninni er lögð áhersla á eftirlit með framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja. Þá verður auk þess lögð áhersla á eftirlit með skyldum sveitarfélaga um móttöku í samstarfi við heilbrigðieftirlitin. 


Raftækjaúrgangur er sá úrgangsflokkur sem er hvað mest vaxandi í heiminum. Söfnunarhlutfall raf- og rafeindatækja árið 2022 var einungis 27%. Söfnunarmarkmið ársins var hinsvegar 65% og því ljóst að gera má betur. Hæst var söfnunarhlutfallið 45% árið 2017. Mikilvægt að fræða almenning og fyrirtæki um söfnun og rétta förgun á slíkum úrgangi til að ná fram hærra söfnunarhlutfalli. 


Umhverfisstofnun er heimilt vegna eftirlitsins, samkvæmt 2. mgr. 51 gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, að óska eftir upplýsingum frá Skattinum vegna framleiðslu og innflutnings á raf- og rafeindatækjum sem falla undir lögin. Hægt er að óska eftir upplýsingum um heildarmagn, magn í einstökum flokkum og magn frá einstökum framleiðendum og innflytjendum.