Í úttektinni var athyglinni beint að plöntuverndarvörum í eftirfarandi tollflokkunum:
Gögn Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins, sem aflað er við áritun vegna tollafgreiðslu á plöntuverndarvörum, voru borin saman við gögn Tollstjóra til þess að leiða í ljós hvort veitt hafi verið áritun við tollafgreiðslu á vörum í ofangreindum tollflokkum og hvort tollflokkun væri í einhverjum tilfellum röng.
Alls voru tollafgreidd 35.296 kg af vörum á árinu 2012 í þeim tollflokkum sem verkefnið nær til og þar af var veitt áritun fyrir 32.305 kg (92%) en 2.991 kg (8%) fengu tollafgreiðslu án áritunar. Á árinu 2013 voru tollafgreidd 15.240 kg af vörum í þeim tollflokkum sem eru til skoðunar hér, þar af var veitt áritun fyrir 10.850 kg (71%) en 4.390 kg (29%) fengu tollafgreiðslu án áritunar.
Umtalsverður hluti af plöntuverndarvörum fær tollafgreiðslu hér á landi án þess að koma til áritunar hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin hyggst bregðast við með því að upplýsa betur þá aðila sem hlut eiga að máli um skyldur þeirra varðandi markaðssetningu á plöntuverndarvörum og sér í lagi mikilvægi þess að fylgja reglum varðandi tollafgreiðslu.