Á þessari síðu er fjallað um takmarkanir á markaðssetningu aðrar en kvótakerfið á innflutning vetnisflúorkolefna. Um kvótakefið má lesa á síðunni Útfösun HFC-efna.
Í III. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 517/2014 koma fram takmarkanir á markaðssetningu búnaðar sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Lesið nánar um hvernig þessar takmarkanir virka hér að neðan.
Hugtakið setning á markað hefur skýrt skilgreinda merkingu í texta reglugerðarinnar.
Setning á markað: Að afgreiða eða bjóða fram til annars aðila innan EES* í fyrsta skipti, gegn greiðslu eða án endurgjalds, eða, ef um framleiðanda er að ræða, að nota fyrir eigin reikning; nær einnig til tollafgreiðslu í frjálst flæði innan EES*.
* Í texta reglugerðar ESB segir „Sambandsins“ en vegna EES-samningsin nær ákvæðið til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu.
Af skilgreiningu setningar á markað leiðir að endursala er heimil á búnaði sem kominn er í dreifingu innan EES fyrir gildistíma bannsins. Það er hins vegar mikilvægt að gæta að því að við innflutning á vörum eða búnaði frá löndum utan EES er alltaf um setningu á markað að ræða - ekki endursölu.
Takmarkanirnar í III. viðauka ná einungis til setningar á markað. Heimilt er að þjónusta áfram búnað sem settur var upp fyrir gildistöku banns svo framarlega sem þjónustan brýtur ekki í bága við önnur ákvæði reglugerðarinnar.
Nei. Ákvæðin í III. viðauka taka til setningar hvers eintaks af vöru/búnaði á markað. Þrátt fyrir að einhver eintök af búnaði hafi verið komin á markað fyrir gildistöku banns er ekki heimilt að halda áfram innflutningi á sams konar búnaði eftir að bannið tekur gildi.
Vörur og búnaður | Bann tekur gildi | |
---|---|---|
Einnota ílát fyrir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem eru notaðar til að þjónusta, viðhalda eða fylla á kæli-, loftræsti- eða varmadælubúnað, brunavarnarkerfi eða rofbúnað, eða til notkunar sem leysar | 4. júlí 2007 | |
Kæliskápar og frystar til heimilisnota sem innihalda HFC-efni með GWP ≥ 150 | 1. janúar 2015 | |
Kælar og frystar til atvinnunota (loftþétt kerfi) | sem innihalda HFC-efni með GWP ≥ 2500 | 1. janúar 2020 |
sem innihalda HFC-efni með GWP ≥ 150 | 1. janúar 2022 | |
Kyrrstæður kælibúnaður sem inniheldur eða virkar fyrir tilstilli vetnisflúorkolefna með hnatthlýnunarmáttinn 2500 eða meira, að undanskildum búnaði sem er ætlaður til notkunar í tækjabúnað sem er hannaður til að kæla vörur niður fyrir —50 °C. | 1. janúar 2020 | |
Hreyfanlegur loftræstibúnaður fyrir herbergi (loftþéttur búnaður sem endanlegur notandi getur fært á milli herbergja) sem inniheldur vetnisflúorkolefni með hnatthlýnunarmáttinn 150 eða meira | 1. janúar 2020 | |
Miðlæg fjölþjöppukælikerfi til notkunar í viðskiptalegum tilgangi, með 40 kW málafköst eða meira, sem innihalda eða virka fyrir tilstilli flúoraðra gróðurhúsalofttegunda með hnatthlýnunarmáttinn 150 eða meira, nema í ytri kælirás keðjutengdra kerfa en í þeim má nota flúoraðrar gróðurhúsalofttegundir með hnatthlýnunarmátt undir 1500 | 1. janúar 2022 |