Sandkassar skulu þannig gerðir og viðhaldið að ekki valdi börnum hættu.
Viðarvörn og málning skal vera samkvæmt reglugerð nr. 750/2008 um notkun og bann við notkun tiltekinna efna í málningu og viðarvörn
Skrúfur, boltar eða aðrar festingar skulu fræsaðar inn svo ekki sé hætta á meiðslum eða fatasliti.
Sandur í sandkössum á að vera hreinn.
Skipt skal um sand a.m.k. árlega, að vori (lok apríl-byrjun maí)
Æskilegt er að birgja sandkassa á nóttunni og þegar þeir eru ekki í notkun, svo kettir og og önnur dýr komist ekki í sandinn. Birgja skal með loki eða yfirbreiðslu, sem hleypir lofti í gegn.
Ábyrgðarmaður, samkvæmt innra eftirliti leikskóla, skóla eða annars staðar þar sem það á við, skal ganga úr skugga um áður en börn fara í sandkassa (að morgni), að ekki séu aðskotahlutir í sandinum.
Á opnum leiksvæðum skal ábyrgðamaður fylgjast með ástandi sandsins daglega/vikulega eftir því sem við á.