Athugasemdir úr eftirlitsheimsókn
Hvað á fyrirtæki að gera sem fær athugasemd eftir eftirlitsheimsókn?
- Ráðast í úrbætur samkvæmt niðurstöðum eftirlitsheimsóknar
- Hægt að senda fyrirspurnir eða leita ráða hjá ust@ust.is
- Innflutningsaðilar og framleiðendur bera mesta ábyrgðina á því að réttar upplýsingar berist til viðskiptavina. Þá geta þeir aðilar þar sem vörur eru ekki nægilega vel merkar leyst úr því með því að til dæmis:
- Hafa almennar upplýsingar til viðskiptavina við afgreiðslukassa eða við hillur með rafhlöðum og rafgeymum.
- Setja upplýsingar á kvittanir til viðskiptavina
- Setja upplýsingar á vefsíðu
- Sölu- og dreifingaraðilar bera ábyrgð á því að selja ekki rafhlöður og rafgeyma sem ekki eru leyfileg skv. reglugerð 1020/2011 og þeim ber að taka á móti notuðum rafhlöðum og rafgeymum viðskiptavinum að kostnaðarlausu
- Setja upp ílát eða móttöku í verslun sem viðskiptavinir geta skilað notuðum rafhlöðum og rafgeymum í
- Gæta þess að kaupa ekki inn ólöglegar rafhlöður og rafgeyma