Umhverfistofnun - Logo

Niðurstöður efnaeftirlits

Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og fer með eftirlit eftir því sem kveðið er á um í lögunum. Í því skyni hefur stofnunin eftirlit með meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir lögin með samræmdum hætti á landinu öllu auk þess sem stofnunin útbýr eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn.

Hér birtast upplýsingar um niðurstöður eftirlits og til hvaða úrræða stofnunin hefur gripið jafnóðum og ákvarðanir um slíkt liggja fyrir í samræmi við 5. mgr. 49. gr. efnalaga.  Samantektir um niðurstöður sértækra eftirlitsverkefna sem unnin eru samkvæmt eftirlitsáætlun má nálgast hér.

2021

Kj Kjartansson ehf.

Eftirlit með sólarvörnum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti þann 20.05 2021 hjá Apóteki Suðurlands og þann 01.06.2021 hjá Heilsuhúsinu. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur. Tvær vörur voru skoðaðar sem Kj Kjartannson ber ábyrgð á markaðssetningu á og reyndist varan Jasön-kids sunscreen ekki uppfylla skilyrði um merkingar sbr. Reglugerð nr.577/2013 um snyrtivörur.  Umhverfisstofnun krefst því úrbóta af hálfu fyrirtækissins.

Eftirlitsskýrsla 
Niðurstaða eftirlits
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Reykjavíkur Apótek ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2 þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Dyer ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti þann 18. maí 2021 hjá Lyfjabúrinu. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur. Varan Shade, all natural sunscreen reyndist ekki uppfylla skilyrði um merkingar sbr. Reglugerð nr.577/2013 um snyrtivörur. Dyer ehf. ákvað að taka vöruna af markaði og hætta alfarið sölu hennar.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Hagar Verslanir ehf. (Aðföng)

Eftirlit með handsótthreinsum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með handsótthreinsum í Hagkaup í Skeifunni þann 10.9.2021 í kjölfar ábendingar. Skoðuð var varan Abena Handspritt Gel með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 878/2014 um sæfivörur og reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Varan uppfyllti ekki ákvæði um merkingar en á leið í hillur Hagkaupa var nú þegar á leið sinni ný sending af vörunni með uppfærðum merkingum sem standast kröfur efnalaga nr. 61/2013. Umhverfisstofnun gerir því ekki kröfur um úrbætur varðandi vöruna.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf 
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

Húsasmiðjan ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Húsasmiðjunni Skútuvogi þann 21.4.2021. Eftirlitið náði til allra sæfivara sem flokkast undir vöruflokka 7, rotvarnarefni fyrir yfirborðsfilmu; 8, viðarvarnarefni; 14, nagdýraeitur; 18, skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum og 21, gróðurhindrandi vörur þar sem var skoðað hvort að skilyrði um markaðsleyfi og merkingar væri uppfyllt, sbr. reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur og skilyrði um merkingar, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008 (CLP). Skoðaðar voru 14 vörur og reyndust 11 þeirra ekki uppfylla skilyrði um merkingar, sbr. reglugerð nr. 415/2014.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Byko ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Byko Breiddinni þann 25.6.2021. Eftirlitið náði til allra sæfivara sem flokkast undir vöruflokka 7, rotvarnarefni fyrir yfirborðsfilmu; 8, viðarvarnarefni; 14, nagdýraeitur; 18, skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum og 21, gróðurhindrandi vörur þar sem var skoðað hvort að skilyrði um markaðsleyfi og merkingar væri uppfyllt, sbr. reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur og skilyrði um merkingar, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008 (CLP). Skoðaðar voru 15 vörur og þar af er Byko ehf. birgir 13 þeirra. Allar 13 vörurnar uppfylltu ekki skilyrði um merkingar, sbr. reglugerð nr. 415/2014.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Halldór Jónsson ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Byko Breiddinni þann 25.6.2021. Eftirlitið náði til allra sæfivara sem flokkast undir vöruflokka 7, rotvarnarefni fyrir yfirborðsfilmu; 8, viðarvarnarefni; 14, nagdýraeitur; 18, skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum og 21, gróðurhindrandi vörur þar sem var skoðað hvort að skilyrði um markaðsleyfi og merkingar væri uppfyllt, sbr. reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur og skilyrði um merkingar, sbr. reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008 (CLP). Skoðaðar voru 15 vörur, þ.á.m. varan Caramba, sem Halldór Jónsson ehf. flytur inn. Varan reyndist ekki uppfylla skilyrði um merkingar, sbr. reglugerð nr. 415/2014.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Lyfjabúrið ehf.

Eftirlit með sólarvörnum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Lyfjabúrinu, þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Ein vara sem valin að handahófi reyndist uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.  
 
Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Samkaup hf.

Eftirlit með sólarvörnum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Nettó, Lágmúla þann 01. júní 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Henry Schein Fides hf.

Eftirlit með snyrtivörum

Umhverfisstofnun barst ábending frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um að tannhvítunarvörur á tannlæknastofum uppfylltu ekki kröfur efnalaga og reglugerðar um snyrtivörur. Um var að ræða vörur sem eru í sölu til notkunar af tannlæknum. Í eftirliti hjá Henry Schein Fides hf þann 19.08.2021 voru skoðaðar 6 vörur í úrtaki og kannað hvort þær innihéldu vetnisperoxíð yfir leyfilegum mörkum sbr. III. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur, sem innleiddur er með reglugerð nr. 577/2013 sama heitis.
Tvær vörur, Opalescence Go 6% og Opalescence PF Melon 20% reyndust ekki uppfylla kröfur um merkingar sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins og hefur stofnunin gert kröfur um úrbætur hvað það varðar. Fjórar varanna innihéldu vetnisperoxíð yfir leyfilegum mörkum og hefur lögfræðingi stofnunarinnar verið falið að stöðva markaðssetningu á þeim.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málaflokkur: Snyrtivörur

Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Krónan ehf.

Eftirlit með snyrtivörum

Umhverfisstofnun barst ábending um að snyrtivara sem fyrirtækið Krónan ehf. er ábyrgt fyrir markaðssetningu hérlendis uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða varðandi snyrtivörur.  Eftirlit hjá fyrirtækinu þann 20.8.2021 leiddi í ljós að varan, Lucky Diaper Rash & Skin Protectant, uppfyllir ekki skilyrði varðandi merkingar sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins og hefur Umhverfisstofnun krafist úrbóta af hálfu fyrirtækisins.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar 

 

Birta CBD ehf.

Eftirlit með snyrtivörum

Umhverfisstofnun barst ábending símleiðis þann 21.06.2021 um snyrtivöru, sem fyrirtækið Birta CBD ehf. er ábyrg fyrir markaðssetningu á hérlendis og býður til sölu á síðunni:  https://birtacbd.is/, þess efnis að varan uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða um snyrtivörur. Þá fékk stofnunin framsenda ábendingu sama efnis frá Lyfjastofnun þann 28.06.2021. Umhverfisstofnun fór í rafrænt eftirlit með snyrtivörum hjá Birtu CBD ehf. þann 8.9.2021 og bað um sýnishorn af vörunni sem var móttekið þann 15.09.2021.  Varan reyndist  ekki uppfylla kröfur sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins og hefur Umhverfisstofnun krafist úrbóta af hálfu fyrirtækisins.

Eftirlitsskýrsla 
Niðurstaða eftirlits 
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar 

 

Market ehf. (Euro Market)

Eftirlit með vanmerktri efnavöru
 
Umhverfisstofnun barst ábending um að efnavara sem væru boðin til sölu hjá Euro Market ehf. uppfylltu ekki tiltekin skilyrði efnalaga nr. 61/2013 varðandi merkingar og umbúðir efnavara.  Við eftirlit hjá Euro Market ehf. þann 20.08.2021 voru skoðaðar 4 vörur sem Market ehf. flytur inn og markaðssetur.
Allar vörurnar voru skoðaðar með hliðsjón af ákvæðum nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP) og tvær þeirra voru einnig skoðaðar með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar reglugerðar nr. 300/2014 um þvotta-og hreinsiefni. Engin varanna reyndust uppfylla kröfur varðandi merkingar sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til að senda stofnuninni úrbætur.
 
Eftirlitsskýrsla 
Niðurstaða eftirlits 
Málaflokkur: Efnavara, Flokkun, merkingar og umbúðir, Þvotta-og hreinsiefni
Hvernig eftirlit:  Í kjölfar ábendingar

 

Market ehf. (Plus Market)

Eftirlit með vanmerktum þvottaefnum

 Umhverfisstofnun barst ábending um að þvottaefni sem væru boðin til sölu hjá Plus Market ehf. uppfylltu ekki tiltekin skilyrði efnalaga nr. 61/2013 varðandi merkingar og umbúðir efnavara og þvottaefna.  Við eftirlit hjá Plus Market ehf. þann 20.08.2021 voru skoðaðar 9 vörur sem Market ehf. flytur inn og markaðssetur og eru til sölu hjá Plus Market í Hraunbergi 4. 

Allar vörurnar voru skoðaðar með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 300/2014 um þvotta-og hreinsiefni og 5 þeirra voru einnig skoðaðar með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP).  Engin varanna reyndust uppfylla kröfur varðandi merkingar sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málaflokkur: Þvotta-og hreinsiefni, Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit:  Í kjölfar ábendingar

 

Hagar verslanir ehf. (Hagkaup)

Eftirlit með sólarvörnum 


     Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Hagkaup, Skeifunni þann 20. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.
     
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Lyfja hf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Lyfju, Lágmúla þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni 

 

Krónan ehf.

Umhverfisstofnun barst ábending um að efnavara til sölu hjá Krónan ehf. uppfylli ekki skilyrði efnalaga nr. 61/2013. Í ljósi þess að varan, Ariel Pofessional formula (5L) er ekki á markaði gerir Umhverfisstofnun ekki kröfu um úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Útivera ehf. (Everest)

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Everest þann 20. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

Market ehf. (EuroMarket)

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá EuroMarket þann 27. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Ein vara féll undir umfang eftirlitsins og reyndist uppfylla þær kröfur sem hún var skoðuð með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Viridis ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun barst ábending um að varan The Bug Spray, sem Viridis ehf. er ábyrgt fyrir markaðssetningu hérlendis og væri í sölu í Hagkaup Skeifunni, uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða. Skoðun á vörunni leiddi í ljós frávik hvað varðar merkingar umbúða. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 10. september 2021 til að senda stofnuninni afrit af merkimiða fyrir vöruna á íslensku. Jafnframt gerir stofnunin þær kröfur að vörur á sölustöðum, sem og birgðir vörunnar á vörulager, verði endurmerktar með merkimiðanum eftir að hann hefur verið staðfestur af stofnuninni. Varan inniheldur virka efnið Eucalyptus citriodora oil, hydrated, cyclized (cas nr. 1245629-80- 4) sem er enn í áhættumati til notkunar í sæfivörum, vöruflokki 19 og því má bjóða vöruna fram á markaði án markaðsleyfis þar til áhættumati er lokið.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

XY-lyf ehf. (Borgar Apótek)

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Borgar Apóteki þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Urðarapótek

 

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Urðarapóteki þann 20. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Krónan ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Krónunni, Hamraborg þann 27. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

ÍslandsApótek ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

 Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá ÍslandsApóteki þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

 Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

Farmasía ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

 Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Farmasíu þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

Austurbæjarapótek ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Austurbæjarapóteki þann 20. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

Apótek Ólafsvíkur ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Apóteki Ólafsvíkur þann 21. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

 Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

Akureyrarapótek ehf.

Eftirlit með sólarvörnum

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Akureyrarapóteki þann 18. maí 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Tvær vörur voru valdar að handahófi með mismunandi sólvarnarstuðul (SPF) og reyndust báðar uppfylla þær kröfur sem þær voru skoðaðar með tilliti til sem settar eru fram í framangreindum reglugerðum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

Grastec ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir reglubundnu eftirliti með plöntuverndarvörum hjá Grastec ehf. Í eftirlitinu eru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Af þeim vörum sem skoðaðar voru í heildsölu fyrirtækisins reyndust allar uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Húsasmiðjan ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir reglubundnu eftirliti með plöntuverndarvörum hjá Húsasmiðjunni ehf í verslun Blómavals. Í eftirlitinu eru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Af þeim vörum sem skoðaðar voru í verslun Blómavals reyndust allar uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Kemi ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir reglubundnu eftirliti með plöntuverndarvörum hjá Kemi ehf. Í eftirlitinu eru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Af þeim vörum sem skoðaðar voru í heildsölu fyrirtækisins reyndust allar uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða en Umhverfisstofnun setur fram ábendingar varðandi tvær þeirra líkt og nánar er fjallað um hér að neðan.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Garðheimar Gróðurvörur ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir reglubundnu eftirliti með plöntuverndarvörum hjá Garðheimum Gróðurvörum ehf. Í eftirlitinu eru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Af þeim vörum sem skoðaðar voru í heildsölu fyrirtækisins reyndist ein þeirra ekki uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða. Varan sem um ræðir er Challenge en eftirlitið leiddi í ljós að merkingum vörunnar er ábótavant og mun Umhverfisstofnun gera kröfur um úrbætur á þeim.
 
Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

NPK ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir reglubundnu eftirliti með plöntuverndarvörum hjá NPK ehf. Í eftirlitinu eru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Af þeim vörum sem skoðaðar voru reyndust tvær þeirra ekki uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða. Vörurnar sem um ræðir eru Neem-Azal T/S og Turex WP 50 en eftirlitið leiddi í ljós að merkingum framangreindra vara er ábótavant og mun Umhverfisstofnun gera kröfur um úrbætur á þeim.
 
Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Samhentir Kassagerð ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir reglubundnu eftirliti með plöntuverndarvörum hjá Samhentum Kassagerð ehf. Í eftirlitinu eru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Af þeim vörum sem skoðaðar voru í heildsölu fyrirtækisins reyndust tvær þeirra ekki uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða. Vörurnar sem um ræðir eru Meltatox og Pirimor en eftirlitið leiddi í ljós að merkingum framangreindra vara var ábótavant og mun Umhverfisstofnun gera kröfur um úrbætur.
 
Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Hagar verslanir ehf. (Útilíf)

Eftirlit með sólarvörnum
 
Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Útilífi í Kringlunni þann 1. júní 2021. Í eftirlitinu var áætlað að kanna hvort sólarvarnir uppfylli skilyrði um merkingar, innihaldsefni og skráningu í snyrtivöruvefgátt ESB (CPNP) skv. reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama efnis. Engar sólarvarnir voru til sölu í versluninni.
 
Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Eftirlitsverkefni

 

Stúdíó Norn ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Studio Norn ehf. með skrám vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar og samkvæmt þeim reyndust allir viðskiptavinir vera með notendaleyfi í gildi við kaup á vörunum árinu 2020.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, útrýmingarefni, söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Streymi heildverslun ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Streymi heildverslun ehf. með söluskrám 2020 vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar. Af þeim kaupendum á notendaleyfisskyldum vörum sem skráðir voru á árinu 2020 reyndist 1 ekki vera með notendaleyfi í gildi við kaupin.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, útrýmingarefni, söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Grastec ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Grastec ehf. með skrám vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

NPK ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá NPK ehf. með skrám vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar og samkvæmt þeim reyndust allir viðskiptavinir vera með notendaleyfi í gildi við kaup á vörunum.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Kemi ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Kemi ehf. með söluskrám 2020 vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar. Af þeim kaupendum á notendaleyfisskyldum vörum sem skráðir voru á árinu 2020 reyndust allir vera með notendaleyfi í gildi við kaup á þeim en í einu tilfelli var notendaleyfisskyld vara afhent af fyrirtækinu án þess að upplýsingar um viðskiptavin eða notendaleyfishafa hafi verið skráðar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, útrýmingarefni, söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Samhentir Kassagerð ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Samhentum Kassagerð ehf. með söluskrám 2020 vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar. Af þeim kaupendum á notendaleyfisskyldum vörum sem skráðir voru á árinu 2020 reyndist 1 ekki vera með notendaleyfi í gildi við kaupin.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur,söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Garðheimar Gróðurvörur ehf.

Eftirlit með söluskrám 2020 fyrir plöntuverndarvörur og útrýmingarefni

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Garðheimum Gróðurvörum ehf. með söluskrám 2020 vegna sölu á notendaleyfisskyldum plöntuverndarvörum og útrýmingarefnum, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar. Af þeim kaupendum á notendaleyfisskyldum vörum sem skráðir voru á árinu 2020 reyndust 4 ekki vera með notendaleyfi í gildi við kaupin.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur,söluskrá
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Costco Wholesale ehf.

Eftirlit með vanmerktri efnavöru
 
Umhverfisstofnun fór í eftirlit með efnavöru hjá Costco Wholesale ehf. þann 17.11.2020 í kjölfar ábendingar um að þar væru boðnar til sölu efnavörur sem ekki stæðust kröfur efnalaga nr. 61/2013.
Þrjár vörur, þar af voru tvær þeirra þvottaefni og ein varan innihélt uppþvottavélatöflur, voru skoðaðar með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP) og reglugerðar nr. 300/2014 um þvotta-og hreinsiefni.  Engin varanna reyndust uppfylla kröfur varðandi merkingar sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 19.05.2021 til að senda stofnuninni úrbætur.
 
Eftirlitsskýrsla 
Niðurstaða eftirlits 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit:  Í kjölfar ábendingar

 

TBLSHOP Íslandi ehf. (Timberland)

Eftirlit með vörum sem innihalda tiltekin PFAS efni sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum.

Umhverfisstofnun fór í eftirlit hjá fyrirtækinu TBLSHOP Ísland efh. í verslun Timberland í Kringlunni þann 3. febrúar 2021 og skoðaði vörur sem innihalda tiltekin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS efni) sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum. Fyrirtækið var valið af handahófi og ein vara (3 eintök) valin í úrtak verkefnisins. Alls var skimað fyrir 22 PFAS efnum í vörunni, en um tvö þeirra, perflúoróoktansúlfónat (PFOS) og perflúoróoktansýru (PFOA), gildir takmörkun samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn efni (POPs). Öll efnin sem skimað var fyrir reyndust vera undir magngreiningarmörkum.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Þrávirk lífræn efni (PFAS)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Gúmmíbátar & Gallar sf. (GG Sport)

Eftirlit með vörum sem innihalda tiltekin PFAS efni sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum.

Umhverfisstofnun fór í eftirlit hjá fyrirtækinu Gúmmíbátar og Gallar sf. í verslun GG Sport í Kópavogi þann 3. febrúar 2021 og skoðaði vörur sem innihalda tiltekin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS efni) sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum. Fyrirtækið var valið af handahófi og ein vara (3 eintök) valin í úrtak verkefnisins. Alls var skimað fyrir 22 PFAS efnum í vörunni, en um tvö þeirra, perflúoróoktansúlfónat (PFOS) og perflúoróoktansýru (PFOA), gildir takmörkun samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn efni (POPs). Öll efnin sem skimað var fyrir reyndust vera undir magngreiningarmörkum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Þrávirk lífræn efni (PFAS)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Hagar verslanir ehf. (Útilíf)

Eftirlit með vörum sem innihalda tiltekin PFAS efni sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum.

Umhverfisstofnun fór í eftirlit hjá fyrirtækinu Hagar verslanir ehf. í verslun Útilífs í Smáralind þann 3. febrúar 2021 og skoðaði vörur sem innihalda tiltekin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS efni) sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum. Fyrirtækið var valið af handahófi og ein vara (3 eintök) valin í úrtak verkefnisins. Alls var skimað fyrir 22 PFAS efnum í vörunni, en um tvö þeirra, perflúoróoktansúlfónat (PFOS) og perflúoróoktansýru (PFOA), gildir takmörkun samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn efni (POPs). Öll efnin sem skimað var fyrir reyndust vera undir magngreiningarmörkum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Þrávirk lífræn efni (PFAS
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Kemi ehf.

Eftirlit með vörum sem innihalda tiltekin PFAS efni sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum.

Umhverfisstofnun fór í eftirlit hjá fyrirtækinu Kemi ehf. þann 3. febrúar 2021 og skoðaði vörur sem innihalda tiltekin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS efni) sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum. Fyrirtækið var valið af handahófi og ein vara (3 eintök) valin í úrtak verkefnisins. Alls var skimað fyrir 22 PFAS efnum í vörunni, en um tvö þeirra, perflúoróoktansúlfónat (PFOS) og perflúoróoktansýra (PFOA), gildir takmörkun samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn efni (POPs). Öll efnin sem skimað var fyrir reyndust vera undir magngreiningarmörkum.

 

Eftirlitsskýrsla 

Málslokabréf 

Málaflokkur: Þrávirk lífræn efni (PFAS)

Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Útivera ehf. (Everest)

Eftirlit með vörum sem innihalda tiltekin PFAS efni sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum.

Umhverfisstofnun fór í eftirlit hjá fyrirtækinu Útiveru ehf. í verslun Everest í Skeifunni þann 3. febrúar 2021 og skoðaði vörur sem innihalda tiltekin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS efni) sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum. Fyrirtækið var valið af handahófi og ein vara (3 eintök) valin í úrtak verkefnisins. Alls var skimað fyrir 22 PFAS efnum í vörunni, en um tvö þeirra, perflúoróoktansúlfónat (PFOS) og perflúoróoktansýru (PFOA), gildir takmörkun samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn efni (POPs). Öll efnin sem skimað var fyrir reyndust vera undir magngreiningarmörkum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Þrávirk lífræn efni (PFAS)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Fjallakofinn ehf.

Eftirlit með vörum sem innihalda tiltekin PFAS efni sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum.

Umhverfisstofnun fór í eftirlit hjá fyrirtækinu Fjallakofanum ehf. þann 3. febrúar 2021 og skoðaði vörur sem innihalda tiltekin perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS efni) sem ætlaðar eru til að hrinda vatni og óhreinindum frá útivistarvörum. Fyrirtækið var valið af handahófi og ein vara (3 eintök) valin í úrtak verkefnisins. Alls var skimað fyrir 22 PFAS efnum í vörunni, en um tvö þeirra, perflúoróoktansúlfónat (PFOS) og perflúoróoktansýru (PFOA), gildir takmörkun samkvæmt reglugerð (ESB) nr. 2019/1021 um þrávirk lífræn efni (POPs). Öll efnin sem skimað var fyrir reyndust vera undir magngreiningarmörkum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Þrávirk lífræn efni (PFAS)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Samhentir Kassagerð ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Samhentum Kassgerð ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum fyrirtækið setti á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

Marpól ehf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi.
               Umhverfisstofnun fór til Marpól ehf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar Hágæða Gler og yfirborðshreinsir og Hágæða Lyktareyðir og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi flokkun, merkingu umbúða og öryggisblöð. Einnig vantaði staðfestingu á skráningu efna í vörunum. Marpól ehf. ákvað að hætta markaðssetningu varanna hér á landi.

Málslokabréf 
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Byko ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Byko ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum var sett á markað af hálfu fyrirtækisins á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til stofnunarinnar og samkvæmt þeim flutti fyrirtækið engar plöntuverndarvörur til landsins á árinu 2020.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

Eco-Garden ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Eco-Garden ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum var sett á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar og samkvæmt þeim voru engar plöntuverndarvörur fluttar inn á árinu 2020.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

Garðheimar Gróðurvörur ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Garðheimum Gróðurvörum ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum fyrirtækið setti á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

Grastec ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Grastec ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum var sett á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar og samkvæmt þeim voru engar plöntuverndarvörur fluttar inn á árinu 2020.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

Kemi ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Kemi ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum var sett á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

NPK ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá NPK ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum var sett á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

Streymi heildverslun ehf.

Eftirlit með tollafgreiðslu plöntuverndarvara

Umhverfisstofnun stóð fyrir eftirliti hjá Streymi heildverslun ehf. með því hve mikið af plöntuverndarvörum var sett á markað á árinu 2020, sbr. hlutverk Umhverfisstofnunar með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013. Fyrirtækið skilaði fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar og samkvæmt þeim voru engar plöntuverndarvörur fluttar inn á árinu 2020.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, plöntuverndarvörur, tollafgreiðsla
Hvernig eftirlit:  Eftirlit á áætlun

 

Ensím ehf.

Eftirlit með vanmerktri efnavöru

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með efnavöru hjá Ensím ehf. þann 5.8.2020 í kjölfar ábendingar um að þar væru boðnar til sölu efnavara sem ekki stæðist kröfur efnalaga nr. 61/2013.
Varan, Sítrus nuddpottahreinsir var skoðuð með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP) og reglugerðar nr. 300/2014 um þvotta-og hreinsiefni og reyndist ekki uppfylla kröfur varðandi merkingar sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins.  Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 7.apríl 2021 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla 
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit:  Í kjölfar ábendingar

 

Kælismiðjan Frost ehf.

Eftirlit í kjölfar ábendingar um ósoneyðandi kælimiðla

Umhverfisstofnun barst ábending um notkun og markaðssetningar ósoneyðandi kælimiðla sem ekki stæðust kröfur efnalaga nr. 61/2013. Við eftirlitið fundust engir miðlar sem falla undir umfang eftirlitsins á lager starfsstöðvarinnar í Garðabæ, en á Akureyri fundust fjórir kútar sem ekki uppfylltu kröfur sem settar eru fram í þeim lögum og reglugerðum sem falla undir umfang eftirlitsins. Fyrirtækið hefur nú þegar brugðist við með því að afhenda alla fjóra kútana á móttökustöð fyrir spilliefni. Ekki var um markaðssetningu að ræða.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf 
Málaflokkur: Ósoneyðandi efni
Hvernig eftirlit: Eftirlit í kjölfar ábendingar

 

SH Import ehf.

Eftirlit í kjölfar ábendingar um snyrtivöru með innihaldsefninu kannabidíól

Umhverfisstofnun barst ábending um að varan CannaTrue CBD, sem væri boðin til sölu í verslun Piknik, uppfyllti ekki tiltekin skilyrði efnalaga nr. 61/2013 varðandi merkingu og umbúðir snyrtivara. Við eftirlit, sem fór fram þann 26.11.2020 í Piknik að Lóuhólum 2-6, kom í ljós að varan CannaTrue CBD var þar ekki í sölu og telst málinu því lokið af hálfu Umhverfisstofnunar.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

2020

Kiosk ehf. (Søstrene Grene)

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá verslun Søstrene Grene í Kringlunni þann 22. desember 2020. Ein vara var valin af handahófi og rannsakað hvort að hún innihaldi blý og ef svo hvort magn blýsins væri innan leyfilegra marka, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Varan inniheldur blý en styrkurinn reyndist innan leyfilegra marka.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Nisti ehf. (Six)

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá verslun Six í Kringlunni þann 22. desember 2020. Ein vara var valin af handahófi og rannsakað hvort að hún innihaldi blý og ef svo hvort magn blýsins væri innan leyfilegra marka, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Varan inniheldur blý en styrkurinn reyndist innan leyfilegra marka.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Hagkaup

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá verslun Hagkaupa í Kringlunni þann 22. desember 2020. Ein vara var valin af handahófi og rannsakað hvort að hún innihaldi blý og ef svo hvort magn blýsins væri innan leyfilegra marka, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Varan inniheldur blý, en styrkurinn reyndist innan leyfilegra marka.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf 
Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Tiger Ísland ehf. (Flying Tiger)

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá verslun Flying Tiger í Kringlunni þann 22. desember 2020. Ein vara var valin af handahófi og rannsakað hvort að hún innihaldi blý og ef svo hvort magn blýsins væri innan leyfilegra marka, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Varan inniheldur blý en styrkurinn reyndist innan leyfilegra marka.

 

Eftirlitsskýrsla

Málslokabréf 

Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)

Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

V.M. ehf. (Vila)

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

 

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá verslun Vila í Kringlunni þann 22. desember 2020. Ein vara var valin af handahófi og rannsakað hvort að hún innihaldi blý og ef svo hvort magn blýsins væri innan leyfilegra marka, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Varan inniheldur blý en styrkurinn reyndist innan leyfilegra marka.

 

Eftirlitsskýrsla 

Málslokabréf

Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)

Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

LDX19 ehf. (Lindex)

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá Lindex í Kringlunni þann 22. desember 2020. Skoðað var hvort að vörur innihaldi blý og hvort magn blýsins sé innan leyfilegra marka sbr. reglugerðar nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH) sem innileiðir reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (REACH). Ein vara var tekin af handahófi við úrtak eftirlitsins og reyndist blýstyrkurinn vera innan marka. 

 

Eftirlitsskýrsla

Málslokabréf – Tengill í málslokabréf

Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)

Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

H & M Hennes & Mauritz Ice. ehf. (H&M)

Eftirlit með takmörkunarskyld efni

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með ódýru skarti hjá verslun H&M í Kringlunni þann 22. desember 2020. Ein vara var valin af handahófi og rannsakað hvort að hún innihaldi blý og ef svo hvort magn blýsins væri innan leyfilegra marka, sbr. reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH). Varan inniheldur blý en styrkurinn reyndist innan leyfilegra marka.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Costco Wholesale Iceland ehf.

Eftirlit með vanmerktri efnavöru

Umhverfisstofnun fór í eftirlit varðandi merkingar og umbúðir á vöru hjá Costco Wholesale Iceland ehf. þann 28.05.2020 kjölfar ábendingar. Varan sem féll undir umfang eftirlits, The Amazing Chemistry Laboratory efnafræðisett frá Clementoni, var uppseld þegar fyrst var farið í eftirlit en var komin í sölu í lok október 2020 og var sýnishorn af vörunni sótt í verslun 27.10.2020. Varan var skoðuð með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP) og reyndist ekki uppfylla kröfur um íslenskar merkingar á innri umbúðum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 17.desember 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstaða eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Efnavörur, Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Apótek Garðabæjar ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Apóteki Garðabæjar ehf. þann 21. ágúst 2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Apótek Hafnarfjarðar ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Apóteki Hafnarfjarðar ehf. þann 21. ágúst 2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Apótekarinn/ Lyf og heilsa hf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Apótekaranum þann 1.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Apótekið Spönginni

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Apótekinu Spönginni þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Bauhaus slhf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Bauhaus slhf. þann 1.10.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Byko ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Byko ehf. Skemmuvegi þann 1.10.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Costco Wholesale Iceland ehf. – apótek

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Costco Wholesale Iceland ehf. þann 21.8.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Dýjaveitur ehf. (Veiðifélagið)

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Veiðifélaginu þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Garðs Apótek ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Garðs Apóteki ehf. þann 1.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Húsasmiðjan ehf. Skútuvogi

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Húsasmiðjunni ehf. Skútuvogi þann 1.10.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Lyf og heilsa hf. Granda

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Lyfjum og heilsu Granda þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Lyfja hf. Lágmúla

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Lyfju Lágmúla þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Lyfjaval ehf. Mjódd

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Lyfjavali Mjódd þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Fjórar vörur fundust sem falla undir umfang eftirlitsins og reyndust þrjár þeirra vera með markaðsleyfi en ein ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Lyfjaver ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Lyfjaveri ehf. þann 12.8.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún vera með markaðsleyfi.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Lyfsalinn ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Lyfsalanum ehf. þann 1.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Tvær vörur fundust sem falla undir umfang eftirlitsins og reyndist önnur þeirra vera með markaðsleyfi en hin ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Rima Apótek ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Rima Apóteki þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Ein vara fannst sem fellur undir umfang eftirlitsins og reyndist hún ekki þurfa markaðsleyfi eins og er.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Bráð ehf. (Veiðihornið)

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Veiðihorninu þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Vesturröst sportveiðiversl ehf.

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Vesturröst þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Tvær vörur fundust sem falla undir umfang eftirlitsins og reyndust þær vera með markaðsleyfi.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Zircon ehf. (Veiðiportið)

Eftirlit með sæfivörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með sæfivörum hjá Veiðiportinu þann 15.9.2020. Skoðað var hvort að fæliefni sem innihalda virku efnin DEET og/eða etýlbútýlasetýlamínóprópíónat væru á markaði án markaðsleyfis. Engar vörur, sem falla undir umfang eftirlitsins, fundust í sölu í versluninni.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Mosey ehf.

Eftirlit í kjölfar ábendingar með Handsótthreinsi

Umhverfisstofnun barst ábending þar sem bent var á að eitt eða fleiri virk efni vörunnar Handsótthreinsis væru ekki ætluð til notkunar á húð. Eftirlit stofnunarinnar leiddi í ljós að varan í öllum umbúðastærðum nema 50 ml inniheldur virka efnið PHMB (1600;1.8) sem er ekki samþykkt til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 1 (hreinlætisvörur fyrir fólk). Það er óheimilt að bjóða sæfivöru fram á markaði ef hún inniheldur efni sem hefur ekki verið samþykkt fyrir tiltekinn vöruflokk og var markaðssetning Handsótthreinsis því stöðvuð tímabundið í 100 ml, 250 ml, 500 ml, 1 l og 2,5 l umbúðum þar til bætt hefur verið úr ágöllum og fyrirtækinu gert að innkalla vöruna. Umhverfisstofnun bárust andmæli frá Mosey ehf. þar sem fyrirtækið mótmælir stöðvun markaðssetningar á Handsótthreinsi og telur að Umhverfisstofnun hafi heimild til að leyfa vörunni að vera á markaði. Þar sem stofnunin telur sig ekki hafa slíka heimild og ekki hefur verið bætt úr ágöllum vörunnar hefur markaðssetning vörunnar verið stöðvuð varanlega. Stofnunin fór ekki fram á förgun vörunnar og hefur leiðbeint fyrirtækinu um þær leiðir sem standa til boða til að gera markaðssetningu innihalds vörunnar löglega. Jafnframt gerði stofnunin kröfur um úrbætur vegna fráviks á merkimiða vörunnar í 50 ml umbúðum og að óseldar birgðir yrðu endurmerktar með uppfærðum merkimiða.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Tímabundin stöðvun markaðssetningar
Stöðvun markaðssetningar
Málaflokkur: Sæfivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Daría ehf.

Eftirlit með tannhvítunarvörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með tannhvítunarvörum sem eru boðnar til sölu til almennings á vefsíðum og fór eftirlitið fram hjá Daríu þann 12.8.2020 í kjölfar vefsíðuleitar. Í eftirlitinu var kannað hvort vörurnar innihéldu vetnisperoxíð yfir leyfilegum mörkum samkvæmt III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur sem innleiddur er með reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur. Skoðaðar voru 3 vörur sem féllu undir umfang eftirlitsins og engar þeirra reyndust innihalda vetnisperoxíð yfir leyfilegum mörkum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit:  Reglubundið eftirlit

 

Lyfja hf

Eftirlit með tannhvítunarvörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með tannhvítunarvörum sem eru boðnar til sölu til almennings á vefsíðum og fór eftirlitið fram hjá Lyfju - Lágmúla þann 12.8.2020 í kjölfar vefsíðuleitar. Í eftirlitinu var kannað hvort vörurnar innihéldu vetnisperoxíð yfir leyfilegum mörkum samkvæmt III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur sem innleiddur er með reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur. Skoðaðar voru 4 vörur sem féllu undir umfang eftirlitsins og engar þeirra reyndust innihalda vetnisperoxíð yfir leyfilegum mörkum.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Reglubundið eftirlit

 

Enso ehf.

Eftirlit með hættulegum vörum

                  Umhverfisstofnun bárust ábendingar um að efnavara til sölu hjá Enso ehf. uppfylli ekki skilyrði efnalaga nr. 61/2013. Í eftirliti voru skoðuð gögn um eina vöru, Seristrip Liquid í mismunandi umbúðarstærðum (1 L og 5 L) sem reyndist ekki uppfylla  skilyrði efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sama heitis. Í ljósi þess að varan er ekki á markaði eins og sakir standa, gerir Umhverfisstofnun ekki kröfu um úrbætur að sinni.  Aftur á móti beinir Umhverfisstofnun þeim tilmælum til Enso ehf. að merkingar Seristrip Liquid verði uppfærðar og bætt úr frávikum áður en varan verður sett á markað á ný.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar 

 

Artasan ehf

Eftirlit með snyrtivörum

Umhverfisstofnun bárust ábendingar um að snyrtivaran Salcura Topida  sem er til sölu í verslunum Lyfju og vefsölu á síðunni www.lyfja.is uppfylli ekki tiltekin skilyrði efnalaga nr. 61/2013 varðandi merkingu og umbúðir, auglýsingar og markaðssetningu snyrtivara.  Eftirlit var framkvæmt í Lyfju-Lágmúla. Með kynningu vörunnar Salcura Topida er að mati Umhverfisstofnunar verið að fullyrða um aðra eiginleika eða hlutverk en eiga við um snyrtivörur samkvæmt skilgreiningu a-liðar 1. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Slíkt er óheimilt sbr. 20. gr. reglugerðarinnar.  Samkvæmt 9. gr. efnalaga er það hlutverk Neytendastofu að hafa eftirlit með auglýsingum og öðrum svipuðum viðskiptaaðferðum og því var ábendingin framsend Neytendastofu til þóknanlegrar meðferðar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar 

 

Streymi heildverslun ehf

Eftirlit með plöntuverndarvörum

                  Umhverfisstofnun fór í reglubundið eftirlit með plöntuverndarvörum hjá Streymi heildverslun ehf. Goðanesi 4. Í eftirlitinu voru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Í heildsölunni var 1 vara tekin til skoðunar og reyndist hún ekki uppfylla kröfur framangreindra lag og reglugerða. Varan sem um ræðir var Deca en eftirlitið leiddi í ljós að merkingum vörunnar var ábótavant líkt og nánar er fjallað um í eftirlitsskýrslu. Gerði stofnunin kröfu um að frávik vegna merkinga yrðu lagfærð fyrir umrædda vöru. 

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits 
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur, markaðsleyfi, flokkun, merkingar og umbúðir.
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

 

Samhentir Kassagerð ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum

                   Umhverfisstofnun fór í reglubundið eftirlit með plöntuverndarvörum hjá Samhentum Kassagerð ehf. Suðurhrauni 4a. Í eftirlitinu voru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Í vörugeymslu fyrirtækisins voru 18 vörur teknar til skoðunar og þar af reyndust 3 vörur ekki uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða. Vörurnar sem um ræðir eru Centium 360 CS, Select 240 EC og Mycostop en eftirlitið leiddi í ljós að merkingum framangreindra vara var ábótavant líkt og nánar er fjallað um í eftirlitsskýrslu. Gerði stofnunin kröfur um að frávik vegna merkinga yrðu lagfærð fyrir umræddar vörur. 

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur, markaðsleyfi, flokkun, merkingar og umbúðir.
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

Garðheimar Gróðurvörur ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum

                  Umhverfisstofnun fór í reglubundið eftirlit með plöntuverndarvörum hjá Garðheimum Gróðurvörum ehf. Stekkjarbakka 6, í heildverslun og smásölu. Í eftirlitinu voru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Í versluninni og heildsölu voru 31 vara tekin til skoðunar og þar af reyndust 3 vörur ekki uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða. Vörurnar sem um ræðir eru Conserve, Meltatox og Topas 100 EC en eftirlitið leiddi í ljós að merkingum framangreindra vara var ábótavant líkt og nánar er fjallað um í eftirlitsskýrslu. Gerði stofnunin kröfur um að frávik vegna merkinga yrðu lagfærð fyrir umræddar vörur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur, markaðsleyfi, flokkun, merkingar og umbúðir.
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

BYKO ehf.

Eftirlit með plöntuverndarvörum

                  Umhverfisstofnun fór í reglubundið eftirlit með plöntuverndarvörum hjá Byko ehf. Skemmuvegi 2a. Í eftirlitinu voru plöntuverndarvörur sem settar eru á markað athugaðar með tilliti til hvort þær uppfylli kröfur efnalaga nr. 61/2013, reglugerðar nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur og reglugerðar nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Í versluninni voru níu vörur teknar til skoðunar og reyndust þær allar uppfylla kröfur framangreindra laga og reglugerða.

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf 
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur, markaðsleyfi, flokkun, merkingar og umbúðir.
Hvernig eftirlit: Eftirlit á áætlun

SRX ehf.

Stöðvun markaðssetningar á Just CBD og Just Hemp snyrtivörum sem eru í sölu á vefsíðunni www.heimkaup.is

                  Umhverfisstofnun bárust ábendingar um að snyrtivörur undir vörumerkinu Just CBD/Hemp sem eru í vefsölu á síðunni www.heimkaup.is uppfylli ekki tiltekin skilyrði efnalaga nr. 61/2013. Skoðun á vörunum Just Hemp Flower Power, Just Hemp Punch Buggy, Just Hemp Winter Forest, Just Hemp Happy Daze, Just CBD Hempfetti, Just CBD Cherry Pie, Just CBD Deep Spice Bath Bomb, Just CBD Infused Pain Cream og Just CBD Freeze Roll-on Pain Relief leiddi í ljós frávik frá kröfum efnalaga og reglugerðar nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 sama heitis. Markaðsetning varanna er óheimil þar sem að hvorki hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili fyrir þeim né vörurnar skráðar í gagnagrunn framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins (CPNP) sbr. 1. mgr. 40 gr. efnalaga, ekki liggur fyrir hvort vörurnar hafi staðist öryggismat eða öryggisskýrsla verið útbúin sbr. 2. mgr. 40 gr. auk þess sem vöruupplýsingaskjal liggur ekki fyrir sbr. 3 mgr. 40 gr. efnalaga.  Þessu til viðbótar eru að mati Umhverfisstofnunar óleyfilegar fullyrðingar um lyfjavirkni á umbúðum varanna, sem og á síðunni www.heimkaup.is.
                  Með hliðsjón af eðli frávikanna hefur Umhverfisstofnun stöðvað markaðssetningu á öllum vörunum uns bætt hefur verið úr ágöllum. 

Eftirlitsskýrsla
Stöðvun markaðssetningar
Málaflokkur:Snyrtivörur, merkingar og skráning í CPNP
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Samhentir Kassagerð ehf

Eftirlit með plöntuverndarvörum

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með plöntuverndarvörum hjá Húsasmiðjunni Blómaval ehf. vegna grun um að boðnar væru til sölu efnavörur sem ekki uppfylltu skilyrði laga og reglugerða. Í eftirlitinu voru vörurnar Keeper illgresiseyðir – úði og Roundup GP teknar til skoðunar sem leiddi í ljós frávik varðandi markaðsleyfi annarsvegar og merkingar hinsvegar. Fyrirtækið Samhentir Kassagerð ehf. er innlendur birgir umræddra vara. Varan Keeper illgresiseyðir – úði var ekki með markaðsleyfi sbr. 35. gr. efnalaga nr. 61/2013 og tilkynnti fyrirtækið stofnunni að það hyggðist ekki sækja um nýtt markaðsleyfi. Þar af leiðandi var markaðssetningu vörunnar stöðvuð í samræmi við heimild Umhverfisstofnunar skv. 58.  laganna. Varðandi vöruna Roundup GP þá leiddi skoðun í ljós frávik hvað varðar merkingu umbúða. Gerði stofnunin kröfur um að frávik vegna merkinga yrðu lagfærð og jafnframt að sölueintök varanna á vörulager og sölustöðum yrðu endurmerkt með réttri merkingu. Fyrirtækið hefur orðið við kröfum um úrbætur varðandi frávik vegna merkinga.

Eftirlitsskýrsla
Stöðvun markaðssetningar – Keeper illgresiseyðir - úði
Kröfur um úrbætur – Roundup GP
Málslokabréf – Roundup GP
Málaflokkur: Plöntuverndarvörur, markaðsleyfi, flokkun, merkingar og umbúðir.
Hvernig eftirlit: Frumkvæðisathugun

 

Byko ehf.

Eftirlit með vanmerktri efnavöru

                  Umhverfisstofnun barst ábending um að varan Fairy uppþvottalögur, sem Byko ehf. er ábyrgt fyrir markaðsetningu á hérlendis og væri í sölu í Byko Breiddinnni, uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða. Skoðun á vörunni leiddi í ljós frávik hvað varðar merkingu umbúða. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til  25. mars 2020 til að senda stofnunni afrit af uppfærðum íslenskum merkimiða fyrir vöruna í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt var gerð krafa um að sölueintök vörunnar á sölustöðum verði endurmerkt með réttri merkingu þegar hún liggur fyrir og hefur verið staðfest af Umhverfisstofnun.

Eftirlitskýrsla
Kröfur um úrbætur
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Mjöll-Frigg ehf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi.

Umhverfisstofnun fór til Mjöll-Frigg ehf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar Sám 2000 Túrbó  og Mjöll-frigg Uppþvottalögur og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi flokkun, merkingu umbúða og öryggisblöð. Einnig vantaði staðfestingu á skráningu efna í vörunum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 26. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Olíuverzlun Íslands ehf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór á vörulager Olíuverslunar Íslands ehf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar Chloroclean og Tjöruhreinsir og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi flokkun, merkingu umbúða og öryggisblöð. Einnig vantaði staðfestingu á skráningu efna í vörunum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 26. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Efnalausnir ehf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór til Efnalausna hf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar Caustak 30 - UN1824 og EL-Rakaeyðir fyrir Dieselolíu og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi flokkun, merkingu umbúða og öryggisblöð. Einnig vantaði staðfestingu á skráningu efna í vörunum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 26. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Málning hf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggiblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór til Málningu hf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar Steinvari 2000 og Olíu Kjörvari 16 og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi flokkun, merkingu umbúða og öryggisblöð. Einnig vantaði staðfestingu á skráningu efna í vörunum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 26. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Stál og stansar ehf

Við athugun í verslun Stál og stansa ehf. fundust vörurnar A/C Pro Ultra Synthetic í tveimur mismunandi umbúðum sem innihalda báðar F-gasið 1,1,1,2-tetraflúoretan (HFC-134a, R134a) í einnota málmhylkjum. Sala F-gasa í einnota ílátum er bönnuð skv. 1. mgr. 11. gr. og 1. ákvæði III. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 517/2014 sem innleidd er í íslenskan rétt í reglugerð nr. 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Um leið og niðurstöður eftirlitsins lágu fyrir var ljóst að ekki væri unnt að bæta úr frávikum varanna og þar af leiðandi var markaðssetning þeirra stöðvuð í samræmi við heimild Umhverfisstofnunar skv. 58. gr. efnalaga.

Eftirlitsskýrsla
Stöðvun markaðssetningar

 

Samkaup hf.

Eftirlit með vanmerktum efnavörum

Umhverfisstofnun barst ábending um að vörurnar Ariel A+ Traditional og Lenor Mystery/Kiss/Charm Parfum Deluxe Weichspüler sem Samkaup hf. er ábyrgt fyrir markaðsetningu á hérlendis, uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða varðandi merkingar. Eftirlit í verslun Nettó Granda, Fiskislóð 3, Reykjavík,  leiddi í ljós að viðvörunarorð, hættusetningar og varnaðarsetningar á íslensku vantaði á umbúðir Ariel A+ Traditional og að umbúðir Lenor Mystery/Kiss/Charm Parfum Deluxe Weichspüler standast ekki tungumálakröfur um merkingar þvotta- og hreinsiefna á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Síðarnefndu vörurnar falla hins vegar ekki undir kröfur um hættumerkingar á íslensku. Gerði stofnunin kröfur um að ofangreind frávik yrðu lagfærð. Jafnframt var farið fram á að nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess birgis sem er ábyrgur fyrir íslensku merkingunni á Ariel A+ Traditional yrði bætt við. Einnig var gerð krafa um að sölueintök varanna á vörulager og sölustöðum verði endurmerkt með réttri merkingu þegar hún liggur fyrir og hefur verið staðfest af Umhverfisstofnun. Stofnunin veitti fyrirtækinu frest til 17. mars 2020 til að skila úrbótum.

Eftirlitsskýrsla - mýkingarefni
Eftirlitsskýrsla - tauþvottaefni
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir. Þvotta- og hreinsiefni.
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar


Tandur hf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór til Tandurs hf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar T-ofnhreinsir og Kraftur og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi merkingu umbúða og öryggisblöð hvað varðar T-ofnhreinsi og varðandi flokkun, merkingu og öryggisblöð hvað varðar Kraft.  Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 13. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Kemis ehf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór til Kemis ehf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar KCT Steypuhraðari Frostvari og KCN Steypuhraðari og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi merkingu umbúða og öryggisblöð. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 13. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

dr. Leður slf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór til dr. Leðurs slf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar dr. Leður sápa og dr. Leður næring og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi merkingu umbúða á dr. Leður sápu og öryggisblöðum fyrir dr. Leður næringu. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 13. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Kemi ehf.

Eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu hættulegra efnablandna sem framleiddar eru hér á landi

Umhverfisstofnun fór til Kemi ehf. í eftirlit með flokkun, merkingum, umbúðum, öryggisblöðum og skráningu á efnablöndum sem fyrirtækið framleiðir. Í úrtaki eftirlitsins voru vörurnar Rúðuvökvi – 18°C og Glacelf Auto Supra Antifreeze og leiddi skoðun á þeim í ljós frávik varðandi merkingu umbúða og öryggisblöð. Einnig vantaði staðfestingu á skráningu efna í vörunum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 13. mars 2020 til að senda stofnuninni úrbætur.

Eftirlitsskýrsla
Niðurstöður eftirlits
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Eftirlitsverkefni

 

Motormax ehf.

Ábending um ólöglega efnavöru

Umhverfisstofnun barst ábending um að varan Heet Gas-line Antifreeze & Water remover, sem Motormax ehf. er ábyrgt fyrir markaðsetningu á hérlendis og væri í sölu hjá Bílanausti,  Dvergshöfða 2, Reykjavík uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða. Skoðun á vörunni leiddi í ljós frávik hvað varðar merkingu umbúða, öryggisblöð og að þar sem varan flokkast sem eiturefni skuli hún ekki vera aðgengileg viðskiptavinum. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til  11. mars 2020 til að senda stofnunni afrit af uppfærðum íslenskum merkimiða og öryggisblöðum fyrir vöruna í samræmi við gildandi reglur, sem og staðfestingu á að hún sé ekki höfð aðgengileg viðskiptavinum. Jafnframt var gerð krafa um að sölueintök vörunnar á vörulager og sölustöðum verði endurmerkt með réttri merkingu þegar hún liggur fyrir og hefur verið staðfest af Umhverfisstofnun.

Eftirlitsskýrsla
Kröfur um úrbætur
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir, skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir á því er varðar efni (REACH) og eiturefni.
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

CBD ehf.

Eftirlit með snyrtivörum sem innihalda CBD

Umhverfisstofnun bárust ábendingar um að vörur sem fyrirtækið CBD ehf. er ábyrgt fyrir markaðssetningu á hérlendis uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerðar varðandi snyrtivörur. Eftirlit hjá fyrirtækinu og skoðun á sjö vörum með innihaldsefninu kannabidíól (CBD) (sjá meðfylgjandi eftirlitsskýrslu) leiddi í ljós að vörurnar uppfylltu ekki að fullu skilyrði reglugerðarinnar hvað varðar merkingar. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 13. mars 2020 til að senda stofnunni afrit af uppfærðum merkingum fyrir vörurnar sem eru í samræmi við gildandi reglur.

Eftirlitsskýrsla
Kröfur um úrbætur
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendinga

 

Halldór Jónsson ehf.

Eftirlit með snyrtivörum sem innihalda CBD

Umhverfisstofnun bárust ábendingar um að vörurnar CBD Daily Active Spray og CBD Daily Soothing Serum, sem Halldór Jónsson ehf., er ábyrgt fyrir markaðsetningu á hérlendis, uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerðar varðandi snyrtivörur. Skoðun á vörunum,  leiddi í ljós að vörurnar uppfylltu skilyrði reglugerðarinnar fyrir utan að eitt óleyfilegt innihaldsefni var skráð á umbúðum þeirra en reyndist það ranglega skráð samkvæmt uppfærðum innihaldsupplýsingum á vefsíðu framleiðandans. Hyggst innlendur birgir vörunnar framvegis hætta að setja umræddar vörur á markað og skipta yfir í vörur þar sem innihaldslýsingar eru í samræmi við skilyrði Evrópureglugerðar um snyrtivörur. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemdir við ósk birgisins um að fá að klára fyrirliggjandi birgðir af vörunum á sölustöðum. 

Eftirlitsskýrsla
Málslokabréf
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendinga

 

RK-108 ehf.

Eftirlit með efnavörum vegna merkinga og öryggisblaða

Umhverfisstofnun barst ábending frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að efnavörur í notkun hjá RK-108 ehf. uppfylltu ekki kröfur efnalaga og reglugerða. Um var að ræða vörur sem voru í notkun hjá fyrirtækinu sjálfu en ekki boðnar til sölu. Tvær vörur lentu í úrtaki eftirlitsins á staðnum og skoðun á þeim leiddi í ljós að hættumerkingar vantaði á vörurnar auk þess sem öryggisblöð fylgjandi vörunum uppfylltu ekki skilyrði hérlendrar löggjafar. Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til 28. janúar 2020 til að senda afrit af íslenskum hættumerkingum fyrir vörurnar sem eru í samræmi við gildandi reglur og til að færa rök fyrir hættuflokkun varanna í samræmi við reglugerð. Þar sem Vinnueftirlit ríkisins hafði þegar gert kröfur á hendur fyrirtækinu um öryggisblöð aðhafðist Umhverfisstofnun ekki hvað það varðaði að svo stöddu.

Eftirlitsskýrsla
Kröfur um úrbætur
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir og skráning, mat, leyfisveitingar og takmarkanir að því er varðar efni (REACH)
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

2019

Papco hf.

Eftirlit með vanmerktum efnavörum

Umhverfisstofnun barst ábending frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um að varan Premisian Plus hard surface cleaner, sem Papco hf. er ábyrgt fyrir markaðsetningu á hérlendis, uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða varðandi merkingar. Skoðun á merkingu vörunnar,  leiddi í ljós að viðvörunarorð, hættusetningar og varnaðarsetningar á íslensku vantaði á umbúðir hennar og gerði stofnunin kröfur um að það yrði lagfært. Jafnframt var farið fram á að nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess birgis sem er ábyrgur fyrir íslensku merkingunni yrði bætt við.  Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu frest til  9. desember 2019 til að senda henni afrit af íslenskum merkimiða fyrir vöruna sem er uppfærður  í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt er gerð krafa um að sölueintök vörunnar á vörulager og sölustöðum verði endurmerkt með réttri merkingu þegar hún liggur fyrir og hefur verið staðfest af Umhverfisstofnun.

Eftirlitsskýrsla
Kröfur um úrbætur 
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Rekstrarvörur ehf.

Eftirlit með vanmerktum efnavörum

Umhverfisstofnun barst ábending um að vörurnar Fairy Original, Fairy Original Lemon og Persil Bio – Family Pack, sem Rekstrarvörur ehf. eru ábyrgar fyrir markaðsetningu á hérlendis, uppfylli ekki skilyrði laga reglugerða varðandi merkingar. Eftirlit í verslunina, að Réttarhálsi 2,  leiddi í ljós að viðvörunarorð, hættusetningar og varnaðarsetningar á íslensku vantaði á umbúðir varanna og gerði stofnunin kröfur um að það yrði lagfært. Jafnframt var farið fram á að nafni, heimilisfangi og símanúmeri þess birgis sem er ábyrgur fyrir íslensku merkingunni yrði bætt við. Rekstrarvörur ehf. brugðust við niðurstöðum eftirlitsins með því að merkja vörurnar í versluninni á þann hátt að þær uppfylltu kröfur reglugerðar.

Eftirlitsskýrsla 
Málslokabréf
Málaflokkur: Flokkun, merkingar og umbúðir, þvotta- og hreinsiefni
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Kj. Kjartansson ehf.

Eftirlit með tannhvítunarvörum

Umhverfisstofnun barst ábending um innihaldsefni í tveimur tannhvítunarvörum  sem háð eru takmörkunum. Eftirlitið leiddi í ljós að styrkur efnisins karbamíðperoxíðs í annarri vörunni,  White Kiss FLASH Dental Whitening Kit, er yfir leyfilegum mörkum í sölu til almennings. Auk þess uppfyllir varan ekki skilyrði um merkingar. Birgir vörunnar brást við niðurstöðum eftirlitsins að eigin frumkvæði með því að hætta markaðssetningu hennar og innkalla vöruna úr verslunum.

Eftirlitsskýrsla
Málaflokkur: Snyrtivörur
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar

 

Costco Wholesale ehf.

Eftirlit með vanmerktum efnavörum

Eftirlit vegna ábendingar um að merkingar vörunnar Ronseal Decking Cleaner & Reviver uppfylli ekki skilyrði efnalaga leiddi í ljós frávik frá 32. gr. efnalaga nr. 61/2013. Costco Wholesale ehf. brást við bráðabirgðarniðurstöðum eftirlitsins með því að taka vöruna úr sölu og samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður hún endursend til erlends birgis vörunnar og ekki markaðssett hér á landi framvegis.

Eftirlitsskýrsla
Málaflokkur: Flokkun og merking, þvotta- og hreinsiefni.
Hvernig eftirlit: Í kjölfar ábendingar