Umhverfistofnun - Logo

Friðlýsingar í vinnslu

Þann 8. júlí 2018 kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, í ríkisstjórn áform um átak í friðlýsingum. Um slíkt átak er kveðið á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar með talið að friðlýsa svæði í verndarflokki rammaáætlunar og svæði á eldri náttúruverndaráætlunum, að stofna þjóðgarð á miðhálendinu og að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna.

Í tengslum við átakið í friðlýsingum hefur verið skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að framgangi átaksins í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.